LPGA: Mirim Lee sigraði á Meijer´s Classic í Michigan
Það var LPGA nýliðinn Mirim Lee sem sigraði á Meijer´s Classic mótinu, sem fram fór nú um helgina á golfvelli Blythefield CC, í Grand Rapids, Michigan.
Lee varð að hafa fyrir sigrinum því að loknum hefðbundnum 72 holu leik voru hún og Inbee Park jafnar, höfðu báðar spilað á samtals 14 undir pari, 270 höggum; Mirim Lee (70 64 67 69) og Inbee Park (66 66 68 70).
Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Mirim betur á 2. holu, en byrjað var að spila 18. holu og síðan 17. holu, sem báðar eru par-4 holur.
Á þeirri fyrstu (18. holu) fengu báðar par en á 17. vann Mirim Lee með fugli meðan Inbee Park tókst að eins að fá annað par.
Í 3. sæti í mótinu varð norska frænka okkar Suzann Pettersen á samtals 13 undir pari. Í því 4. á 10 undir pari japanska stúlkan Haru Nomura og 3 skiptu með sér 5. sætinu á samtals 9 undir pari, hver : Sandra Gal frá Þýskalandi; Amy Yang frá Suður-Kóreu og önnur af voru „kære nordiske venner“ Line Vedel frá Danmörku.
Lokastaðan á Meijers Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
