Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2014 | 02:00

Rory vann 2. risatitilinn í ár – nú í Kentucky – Myndskeið

Rory McIlroy vann í kvöld 2. risatitil sinn í ár og þann 4 allt í allt þegar hann sigraði á US PGA Championship risamótinu á Valhalla golfvellinum í Kentucky.

Samtals lék Rory á 16 undir pari (66 67 67 68) og átti 1 högg á Phil Mickelson, sem varð í 2. sæti.

Þriðja sætinu deildu síðan þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler, báðir á samtals 14 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship í ár SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá Rory veita Wanamaker bikarnum viðtöku í 2. sinn (og reyndar bjarga honum frá falli)  SMELLIÐ HÉR: