Sveitakeppni GSÍ: Sveit GKJ sigraði í 2. deild karla!
Það var sveit Golfklúbbsins Kjalar (GKJ), sem sigraði í 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ.
Sigursveit GKJ skipuðu eftirfarandi:
Theódór Emil Karlsson
Dagur Ebenezerson
Davíð Gunnlaugsson
Björn Óskar Guðjónsson
Gísli Ólafsson
Jón Hilmar Kristjánsson
Aron Skúli Ingason
Stefán þór Hallgrímsson
Liðsstjóri: Eyjólfur Kolbeins
Úrslitaleikurinn fór fram milli GKJ og Golfklúbbs Ólafsfjarðar (GÓ) og var viðureignin æsispennandi allt til síðasta pútts.
Báðar sveitir leika í 1. deild að ári. GKJ vann með 3 vinningum gegn 2.
Theodór Emil Karlsson, GKJ vann leik sinn gegn Grím Þórissyni, GÓ, en leikur þeirra fór á 20. holu. Jón Hilmar Krisjánsson, GKJ sigraði golfkenaranum Ólaf Auðunni Gylfasyni GÓ og stóð einnig afar tæpt í þeim leik, sem fór á 19. holu. Björn Óskar Guðjónsson, GKJ, vann einnig sína viðureign gegn Bergi Rúnari Björnssyni, GÓ 4&3.
Ólafsfirðingar unnu fjórmenninginn – en sigurvegarar þar voru Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, GÓ og Sigurður Pétursson, GÓ sem unnu þá Davíð Gunnlaugsson, GKJ og Gísla Ólafsson, GKJ, 1&0. Eins vann Sigurbjörn Þorgeirsson, GÓ viðureign sína í tvímenningnum gegn Dag Ebenezerssyni nokkuð örugglega eða 4&2.
Lokastaðan í 2. deild karla er eftirfarandi:
1. sæti GKJ
2. sæti GÓ
3. sæti GV
4. sæti GG
5. sæti GJÓ
6. sæti GKB

Sveit GKB tókst að halda sér í 2. deild á heimavelli sínum – hinum gullfallega Kiðjabergsvelli
Golfklúbbur Akureyrar (GA, sem varð í 7. sæti) og Golfklúbburinn Hellu Rangárvöllum (GHR, sem varð í 8. sæti) leika í 3. deild að ári.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
