Sterkt lið Nesmanna
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 21:00

Best klædda sveitin

Nú er Sveitakeppni GSÍ að fara að ná hámarki sínu á morgun og allir spenntir hvaða sveitir fara með sigur af hólmi

Mun minni gaumur hefir verið gefinn að því hvernig einstakar sveitir hafa verið klæddar – en oft klæðast einstakar sveitir einstaklega smekklega eða í takt við tíðarandann hverju sinni eða skara fram úr að einhverju leyti.

Sveit NK í 1. deild karla  skorar hátt fyrir flottheit, en í tilefni Hinsegindaga klæddust liðsmenn þeirrar sveitar í öllum regnbogans litum.

Sveit GÚ

Sveit GÚ

Miklar fregnir berast einnig af skvísulegheitum sveitar GÚ, sem spilar í 2. deild kvenna á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki og spilar á morgun um 3. sætið í 2. deild kvenna.

Eiginlega ætti á hverju ári að velja best klæddu sveitina og þá myndu framangreindar tvær sveitir eflaust skora hátt!!!