LPGA: Inbee Park á toppnum í Michigan í hálfleik
Staðan hefir heldur betur breyst frá 1. keppnisdegi á Meijer LPGA Classic, en mótið fer fram í hinum glæsilega Blythefield CC í Grand Rapids, Michigan.
Nú er það fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park frá Suður-Kóreu, sem komin er í 1. sætið með jafnan og stöðugan leik, á samtals 10 undir pari (66 66).
Í 2. sæti eftir glæsihring upp á 64 er norska frænka okkar Suzann Petterson og er hún aðeins 1 höggi á eftir Inbee, þ.e. á samtals 9 undir pari (69 64).
Í 3. sæti er síðan Mirim Lee, sem deildi lægsta skorinu með Suzann 64 höggum á 2. hring og er á samtals á 8 undir pari 134 höggum (70 64).
Í 4. sæti er síðan Amy Yang á 7 undir pari og 5. sætinu deila þær Lydia Ko, Katherine Kirk frá Ástralíu, danska stúlkan Line Vedel og forystukona 1. dags Sandra Gal, frá Þýskalandi, sem átti afleitan 2. hring upp á 72 högg
Til þess að sjá stöðuna á Meijer LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
