Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 11:00

Darren Clarke í „jólasveinabúningi“ á PGA Championship

Úff, er Darren Clarke farinn að taka eftir John Daly og vera í áberandi klæðnaði til þess að vekja athygli á sér?

John Daly á 1. hring PGA Championship risamótsins

Hann var nefnilega í „jólasveinabúningi“ eða a.m.k. einhverju sem líktist því (rauðum buxum hvítum bol með hvítt skegg 🙂 á 1. hring PGA Championship í gær..

En Clarke er ekki haldinn yfir um mikilli athglisþörf, ástæða klæðnaðarins er einföld: hann tapaði veðmáli fyrir Lee Westwood.

Westwood vann nefnilegaDunlop Par Three Challenge – keppni sem var í gangi milli þeirra tveggja, um hver væri á betra skori ef bara væru lögð saman skor á par-3 holum í 3 fyrstu risamótum ársins.

Clarke er nú búinn að láta sér vaxa skegg og Westwood fannst fyndið að í laun fyrir sigurinn yrði Clarke að vera í jólasveinabúningi á 1. hring PGA Championship.

„Jólasveinninn“ fór út í gær kl.  6:15  (að okkar tíma) ásamt þeim Zach Johnson og Richard Sterne.  Hann sagðist sko ætla að standa við sinn hluta í töpuðu veðmálinu sbr. yfirlýsingu hans, sjá með því að SMELLA HÉR: 

Westwood sagði: „Þetta hefir verið frábærlega gaman og hefir gefið mér aukinn kraft í þessari viku.  Ég nýtti mér sigurinn til hins ýtrasta. Ég hef verið að segja við Darren að með nýja skegginu líti hann út eins og jáolasveinn, svo kannski að hann hugsi (um að láta raka sig).“

Clarke svaraði: „Mér persónulega finnst að skeggið líta vel út,  en Lee er augljóslega annarar skoðunar.   Ég er viðbúinn allskonar pillum, en þær eru allar í góðu þannig að ég tek þeim bara.“

„Ég ætla að standa við minn hluta veðmálsins og ætla ekki að gefa Lee þá ánægju að bakka núna.  Við höfum hlegið mikið að þessu og þetta ætti að vera frábært mót.“

Westy fékk líka £10,000 tékka frá Dunlop, sem styrkti veðmál þeirra vinanna, en féð mun Lee gefa Thornhill Golf Club. Dunlop er þar að auki búið að heita bæði Westwood og Clarke £2 milljóna bónus ef þeir sigra í risamóti.  Kannski það sé ástæða þess að Westy gengur nú loks vel, en eftir 1. dag deilir hann 1. sæti ásamt Palmer og Chappell.