Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 18:00

Elín Nordegren rífur niður $12 milljóna glæsihýsi

Fyrrum eiginkona Tiger Woods, Elín Nordegren hefir látið rífa  $12.3 milljóna glæsihýsið sem hún keypti eftir að skilnaður hennar og Tiger gekk í gegn.

Elín hlaut leyfi til að rífa niður 17.000 fermetra heimili sitt sem staðsett er í Seminole Landing í Flórída, nálægt North Palm Beach og byggja nýtt glæsihýsi á jarðeigninni skv. heimildum Palm Beach Post.

Elín býr í húsi nálægt byggingarstaðnum, meðan verið er að klára húsið.

Húsið sem var rifið var byggt 1932 og var m.a. með 8 baðherbergjum og lyftu.

Elín, 32 ára fyrrum módel lauk 6 ára hjúskap sinn við Tiger í ágúst 2010 eftir að fréttir um framhjáhald hans voru daglegt fréttaefni og er með forsjá tveggja sameiginlegra barna þeirra, Sam Alexis og Charlie.

Talið er að hún hafi hlotið $97.5 milljónir við skilnaðinn.