Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 10:30

Sveitakeppni GSÍ fer fram um helgina

Um helgina verður leikið í Sveitakeppni GSÍ í deildum 1-5 í karlaflokki og 1-2 í kvennaflokkum. Alls er keppt á sjö stöðum og eru keppendur fjölmargir. Að margra mati er keppnisformið og stemmingin gríðarlega góð í sveitakeppninni. Hægt verður að fylgjast með framgangi mála á golf.is og á tísti (Twitter GSÍ). Einnig er hægt að sjá liðsskipan og fleira með því að smella á hlekki á forsíðu golf.is eða SMELLA HÉR: 

Karlaflokkar

1.deild karla fer fram á Hólmsvelli í Leiru, Golfklúbburinn Keilir sigraði 1. deildina á síðasta ári.

2.deild karla fer fram á Kiðjabergsvelli, Golfklúbburinn borgarness sigraði 2. deildina á síðasta ári.

3.deild karla fer fram á Svarfhólsvelli Selfossi, Golfklúbbur Akureyrar sigraði 3. deildina á síðasta ári.

4.deild karla fer fram á Kálfatjarnarvelli í Vatnsleysuströnd, Golfklúbburinn Hamar sigraði 1. deildina á síðasta ári.

5.deild karla fer fram á Þverávelli Hellishólum, Golfklúbburinn Vatnleysustrandar sigraði 5. deildina á síðasta ári.

 

Kvennaflokkar

1.deild kvenna fer fram á Hlíðarvelli Mosfellsbæ, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði 1. deildina á síðasta ári.

2.deild kvenna fer fram á Hlíðarendavelli Sauðárkróki, Golfklúbburinn Leynir sigraði 2. deildina á síðasta ári.