Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 08:15

Erfið byrjun hjá Haraldi Franklín og Ragnari Má í Skotlandi

Evrópumeistaramót einstaklinga í áhugamannaflokki hófst í gær á Duke´s vellinum í Skotlandi.

Þátttakendur eru 144.

Tveir íslenskir kylfingar eru meðal þátttakenda,  Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson úr GKG.

Haraldur Franklín lék á 4 yfir pari 75 höggum og deilir 59. sæti en Ragnar Már átti afleita byrjun, lék á  11 yfir pari,  82 höggum og er í 134. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag mótsins   SMELLIÐ HÉR: