Hulda Clara Gestsdóttir, GKG ásamt kaddýnum sínum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 21:00

GR: Hulda Clara Gestsdóttir sigraði í hnátuflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár.

Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 9 í hnátuflokki, sem er gleðileg þátttökuttala!!!! Alls var leikið í 8 aldursflokkum.

Keppnisform var punktakeppni.

Sigurvegarinn í hnátuflokki varð Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, en hún fékk glæsilega 44  punkta á Korpunni.  Hulda Clara hefir verið afskaplega dugleg í klúbbnum sínum, GKG, varð m.a. í 2. sæti á púttmótaröð barna og unglinga í flokki 12 ára og yngri nú í vetur, auk þess sem hún hefir spilað á Íslandsbankamótaröðinni í flokki 14 ára og yngri.  Hulda Clara var valin efnilegust í klúbbnum sínum í fyrra, 2013 og hún er svo sannarlega að uppskera nú eftir allar æfingarnar.  Glæsilegur framtíðarkylfingur!!!

Hulda Clara hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn.

Úrslit í hnátuflokki 12 ára og yngri var eftirfarandi:

1 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 18 F 24 20 44 44 44
2 Eva María Gestsdóttir GKG 24 F 19 21 40 40 40
3 Ásdís Valtýsdóttir GR 26 F 19 21 40 40 40
4 Andrea Birna Guðmundsdóttir GR 26 F 20 16 36 36 36
5 Katrín Lind Kristjánsdóttir GR 26 F 10 20 30 30 30
6 Brynja Valdís Ragnarsdóttir GR 26 F 9 13 22 22 22
7 Karen Nordquist Ragnarsdóttir GR 26 F 7 14 21 21 21
8 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 26 F 7 12 19 19 19
9 Auður Sigmundsdóttir GR 26 F 5 8 13 13 13