Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 17:45

GR: Karen Kristjánsdóttir sigraði í stúlknaflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár.

Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af aðeins 1 í stúlknaflokki, sem er frábært að Karen hafi mætt, en alls var leikið í 8 aldursflokkum.

Keppnisform var punktakeppni.

Karen, GR, hlaut 30 punkta en í verðlaun var 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn fyrir sigursætið.