Af hverju eru fjölmiðlar svona óvægnir í garð Tiger?
Þegar Tiger spilar illa eða er meiddur þá eru fjölmiðlar óvægnir; miskunarlausir í stað þess að vera fullir samúðar.
Af hverju skyldi það vera?
Kannski það sé vegna þess að Tiger hefir þótt vera hrokafullur gagnvart golffréttamönnum og þeir sjá sér þarna leik á borði að ná sér niðri á honum. Ef það er málið – reynið að hætta þessum barnaskap og fullorðnist!!!
En kannski það sé vegna þess að Tiger hafi óvenju náðargáfu í golfinu frá æðsta himnaföðurnum og þegar hann spilar ekki þá sé hann að kasta á glæ hæfileikum sínum. Það er eins og hver önnur vitleysa. Það eru fáir kylfingar sem hafa nýtt hæfileika sína til hins ítrasta á borð við Tiger. Tiger hefir auk þess yfirunnið ýmsar hindranir í golfinu eins og kynþáttafordóma og það að golfið sé bara leikur hinna ríku og velstæðu í lífinu. Þetta gleymist þegar verið er að fjalla um Tiger dagsins í dag – Hann var ekkert ríkur heldur hefir unnið sig upp í það sem hann er í dag einn hæstlaunaði íþróttamaður heims ár eftir ár.. í gegnum stórglæstan golfleik sinn! Þegar hann var að byrja var blökkumönnum enn ekki heimilaður aðgangur að Augusta National – það breyttist og Tiger meðal fyrstu blökkumanna til þess að fá að spila á þessum fögru forréttindagrundum, hvítra, forríkra karla (…. og tveggja kvenkylfinga nú 🙂
Tiger hefir slegið met sem flestir töldu að ekki væri hægt að slá og gerði það á þann hátt að það dró nýja áhorfendur og áhangendur að golfleiknum.
Hann hefir heldur ekki dregið dul á að hann langi til að slá risamótamet Jack Nicklaus og það viðheldur ákveðinni spennu í golfinu… sérstaklega í aðdraganda risamóta eins og nú, en PGA Championship risamótið hefst einmitt á morgun. Það er í raun algerlega ómetanlegt sem Tiger hefir gert fyrir golfleikinn.
Gagnrýnendur Tiger segja að hann hafi breytt fullkominni sveiflu sinni til þess að verða „hinn fullkomni íþróttamaður“ og hann hafi í ferlinu eyðilagt sjálfan sig í ræktinni. Það er kannski eitthvað til í því – en hvað með það? Þetta er líf Tiger! Hann hefir eflaust ekki gert neitt af þessu til þess að verða verri – þvert á móti aðeins til þess að verða betri. Það hefði verið auðveldara fyrir hann að liggja bara upp í sófa og gera ekki neitt. Það hefði eflaust verið auðveldara að halda bara gömlu sveilfunni. Það getur í raun ekkert okkar sett sig í spor Tiger og vitað hvernig það er að vera jafngóður og hann og hafa samt viljann til þess að verða enn betri.
Það ætti að minnast þess þegar maður sér hann haltra af golfvellinum með sársaukagrettu vegna bakverkja eða hvers sem það nú er.
Það ætti að minnast vinnusiðferðis Tiger og þess að hann hefir ekki hent á glæ guðgjöf og náðargáfu sinni sem golfleikur hans er.
Hann er nú einu sinni langbesti núlifandi kylfingurinn og e.t.v. einn besti kylfingur allra tíma. Kannski það sé ástæðan fyrir óvægni fjölmiðla – allt sem hann gerir er einfaldlega ekki mælt á sama mælikvarða og og hjá öðrum góðum kylfingum. Hann er mældur skv. „Tiger-mælikvarðanum“ – sem jafnvel hann sjálfur rís ekki undir stundum. En maður skyldi loks líka minnast þess að enginn annar kylfingur myndi þola mælingu skv. þeim mælikvarða, þar eð viðkomandi yrði að vera ómennskur til að skora vel á þeim mælikvarða ALLTAF og það er nú einu sinni enginn kylfingur…. ekki einu sinni Tiger.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
