Kaymer átti í axlarmeiðslum á Opna breska
Það leit svo út sem Martin Kaymer væri ósigrandi fyrr í vor þegar hann sigraði fyrst á The Players Championship og sýndi síðan yfirburði sína á Opna bandaríska risamótinu, þegar hann sigraði og áttl heil 8 högg á næsta keppanda.
Þannig…. hvað gerðist eiginlega á Opna breska, þar sem hann lék út úr kú; varð í 70. sæti, þ.e. í þriðja neðsta sætinu af þeim, sem komust í gegnum niðurskurð?
Kaymer, sem er fyrrum sigurvegari á PGA Championship (2010) sagði á blaðamannafundi fyrir mótið (en PGA Championship hefst á morgun) að hann hefði verið að drepast í öxlinni fyrir Opna breska, þannig að hann hefði lítið getað æft.
„Af og til vaknar maður og það eru einhver meiðsli hér eða þar. En öxlin kom mér á óvart því ég gat virkilega ekki slegið eitt venjulegt golfhögg þar til á fimmtudagsmorgninum á Opna breska. Þannig að fyrir Opna breska voru æfingahringir mínir mjög, mjög takmarkaðir.“
Kaymer sagði að öxlin væri nú ekki lengur að hrjá hann.
Í síðustu viku á Firestone fékk hann ekki einn einasta fugl á 1. hring þar sem hann spilaði á 77 höggum, en það sem eftir var mótsins lék hann bara nokkuð vel.
Þannig að kannski að Kaymer sé að koma til?
„Það er allt í lagi með mig núna,“ sagði Kaymer á blaðamannafundinum. „Það kom bara af engu. Eins og hjá öllum öðrum þá vaknaði ég bara og það var eitthvað að, því miður gerðist það vikuna sem Opna breska var. En nú er allt í lagi. Þetta var bara eitthvað sem maður verður að fást við þegar það gerist, þetta var ekkert alvarlegt.“
Það er því spurning hvað Kaymer geri á PGA Championship – Frískur Kaymer? Kemur hann til með að standa uppi sem sigurvegari á PGA Championship í 2. sinn, næsta sunnudag?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
