Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 08:00

Í hverju verða stórstjörnur golfsins á PGA Championship?

Á morgun hefst 4. og síðasta risamót ársins, PGA Championship.

Á síðari árum hefir sjónum í auknum mæli verið beint að því hverju stórstjörnurnar klæðast á vellinum, en það ræðst oftar en ekki af himinháum auglýsingasamningum, sem þær hafa skrifað undir.

En það skiptir líka miklu að líða vel út á velli og að vera vel klæddur skiptir miklu í því efni.

Hér sést hvað 4 stórstjörnur verða í á PGA Championship.

RORY MCILROY

Heitasti kylfingurinn í heiminum, Rory McIlory fylgdi sigri sínum á Opna breska eftir með sigri á Bridgestone Invitational heimsmótinu. Hann þykir meðal þeirra líklegustu til þess að sigra á PGA Championship.  Hann ætlar að halda sig við sömu föt og í Hoylake (á Opna breska) og ætlar m.a. að klæðast sama  Nike Innovation Colour Polo bolnum eins og  í Hoylake.

Tiger Woods

Tiger Woods

TIGER WOODS
Ef  Tiger kemst á 1. teig en er ekki frá af bakverkjum þá sjáum við hann fyrst í rauðfjólubláum bol  og m.a. líkt og Rory alla 4 dagana í  Nike Polo bol sem er sérhannaður til þess að „anda“ þ.e.a.s. er með svokallaðri  Elite Cooling ventilation, til þess að Tiger verði ekki of heitt í heita veðrinu á Valhalla.

Rickie Fowler

Rickie Fowler

RICKIE FOWLER

Fáum kemur á óvart að Rickie ætli að vera í appelsínugulu á sunnudeginum. Rickie er e ofarlega hjá veðbönkunum yfir þá sem þykja sigurlíklegastir á PGA Championship … en það verður þá fyrsti risamótssigur Rickie.  Alla dagana verður Rickie frá toppi til táar í Puma AW14 golfklæðnaði.

Jonas Blixt

Jonas Blixt

JONAS BLIXT

Sænski frændi okkar, Jonas Blixt hefir ekkert gengið vel frá því að hann náði frábærum árangri á Masters risamótinu.  Hann lítur alltaf vel út í Puma golfklæðnaði Cobra.