Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2011 | 07:00

Rory kóngur sandglompunnar í Hong Kong

Rory McIlroy fór á kostum þegar hann sigraði Hong Kong Open s.l. sunnudag og hleypti þar með spennu í Race to Dubai.

„Ég var snælduvitlaus þarna,” viðurkenndi stjarnan (Rory) ánægð stuttu eftir að hafa sigrað í 5. sinn sem ativnnumaður með ótrúlegu chippi úr flatarglompu á 18. sem hann setti niður fyrir fugli á lokaholunni í Fanling.

„Þetta er eins geggjað og ég hef nokkru sinni verið á golfvelli“ bætti strákurinn frá Ulster (Rory) við þegar hann steypti hnefa, opineygur í fagnaðarlátunum.

Sigur McIlroy á US Open á Congressional s.l. júní var tertusneið samanborið við hörkubaráttu hins 22 ára við Frakkann Grégory Havret, en þeirri baráttu lauk þó með því að Rory sigraði með 3 höggum.

Báðir státuðu af glæsiskorum upp á -5 undir pari, 65 höggum á lokahringnum og Havret hlaut mikið klapp áhorfenda þegar hann sökkti skrímsla-pútti til að bjarga pari.

Sigur Rory er himnasending fyrir Evrópumótaröðina, þar sem með sigurtékkanum sem hann hlaut upp á €341,724 gerir hann atlögu að 1. sætinu á peningalista Evrópumótaraðarinnar og þar með tilraun Luke Donald, sem enn vermir efsta sætið, til þess að verða sá fyrsti til að verða í 1. sæti á peningalistum Evrópumótaraðarinnar og bandaríska PGA sama árið.

Með €789,789, er McIlroy í 2. sæti og þarf að vinna í Dubai á sunudaginn til þess að steypa Luke úr 1. sæti peningalistans, sem og að Luke verður að vera í  9. sæti eða neðar til þess að svo verði.

Það er til mikils ætlast af  Rory, sem fer inn í næstsíðustu viku keppnistímabilsins þreyttur eftir mikil ferðalög og keppnir fram og aftur um heiminn, skv. dagskrá sem Conor Ridge, yfirmaður Horizon, nýju umboðsskrifstofu Rory, lýsti sem „geggjaðri.“ (ens.: crazy).

En ef Rory er innblásinn alveg eins og í Hong Kong í fyrradag, þá er allt mögulegt. „Ég þarf bara djarfs performans – og þarf að fara djúpt inn í mig og reyna að ná öðrum sigri,“ sagði hann. „Jafnvel þó það gerist þá er ég ekki viss um að það dugi en ef ég get leikið vel þegar það skiptir máli og reynt mitt ítrasta þá gæti ég átt möguleika.“

Eftir frábæran opnunahring upp á 64 högg var Rory ekki nema skugginn af sjálfum sér næstu tvo hringi og komst einhvern veginn úr rytma. Hann sleppti því að fara í matarboð þess, sem átti titil að verja á laugardeginum, þ.e. Ian Poulter og fór að sofa kl. 21:00 – svaf til 8:30 og fór síðan og hljóp 5 km til þess að koma púlsinum af stað.

„Ég var bara alls ekki í stuði að hlusta á hann (Poulter)“ grínaðist McIlroy, þegar hann útskýrði af hverju hann mætti ekki í matinn. „Það kom sér vel að ég hringaði mig upp í rúmi og fékk góðan 11 1/2 tíma nætursvefn. Þegar ég vaknaði fór ég í ræktina og leið vel allan daginn,“ hélt hann áfram. „Þetta kom adrenalíninu af stað og fleytti mér áfram.“ bætti McIlroy við , sem viðurkenndi að 62 högg Lee Westwood sem ógna 2. sæti hans á heimslistanum hafi bætt kryddi við morgunverð hans þann daginn.

„Annað markmið mitt var að halda mér inn í myndinni í Dubai,“ bætti hann við. „En ég vissi líka að ég yrði að sigra til þess að halda mér fyrir ofan Lee á heimslistanum… það var gott að geta gert hvorutveggja.“

Þriðji sigur McIlroy 2011 var jafnvel djarfari en $2milljóna sigur hans á Shanghai Masters.

„Veistu þetta er frábær sigur. Að koma tilbaka og jafna eftir 9 holur og síðan að spila gott stöðugt golf á seinni 9 og ná að ljúka þessu, en eitthvað sem ég ekki gert áður.“

Það að hann þurfti að setja boltann í holu úr sandinum á 18. til þess að sigra var aldrei áhyggju efni sagði Rory, jafnvel þótt að á þeim tímapunkti hafi virst að Hong Kong ógæfa hefði þyrmt yfir aftur.

„Það var í raun jákvætt að slá í glompu vegna þess að í nokkrum mótum hef ég slegið í sandglompu á síðustu holu og náð að sigra,“ sagði Rory. „Þegar ég vann í Dubai, sló ég í sandglompu á síðustu holu og í Shanghai sló ég í sandglompu í umspilinu. Þannig að það að slá í sandglompu á 18. hefir bara reynst mér vel.“

Heimild: Byggt á grein í Belfast Telegraph