Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 12:00

91 árs kylfingur fékk ás

91 árs kylfingur fékk ás í Buckinghamshire.

John Bush, sem spilar reglulega með félögum sínum sem samtals eru 358 ára, fór holu í höggi á par-3 21. holu 27-holu Stoke Park Country Club.

Þetta er í 3. skiptið sem Bush fer holu í höggi eftir að hann náði 2 ásum eftir 80 ára aldurinn.

Elsti þekkti kylfingur til að fara holu í höggi er hinn 103 ára Gus Andreone, sem sló draumahöggið í Flórída árið 2014.

Hinn svissneski Otto Bucher er elsti Evrópubúinn til að fara holu í höggi en Bucher fékk ás í Genf 99 ára.