Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2018 | 17:00

9 konur formenn golfklúbba 2018

Alls eru níu konur formenn golfklúbba á Íslandi árið 2018.

Fyrsta konan til að gegna formennsku í golfklúbbi á Íslandi var Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir.

Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir.

Hún gegndi formennsku árið 1958 í Golfklúbbi Reykjavíkur.

Ragnheiður var mikil baráttukona og var formaður á þeim tíma þegar færa átti völl GR úr Öskjuhlíðinni og upp í Grafarholt.

Ragnheiður barðist ötullega fyrir því að GR-ingar fengju nægilegt landsvæði frá Reykjavíkurborg undir 18 holu golfvöll í Grafarholti.

Eftirtaldar konur eru formenn golfklúbba árið 2018:

Ástfríður Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbsins á Selfossi
Elín Hrönn Ólafsdóttir, formaður Golfklúbbsins Odds
Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður Golfklúbbsins Keilis
Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík í Mýrdal
Marsibil Sigurðardóttir, formaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík
Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Fjallabyggðar
Jóhanna G. Jónasdóttir, formaður Golfklúbbsins Óss á Blönduósi
Bryndís Scheving, formaður Golfklúbbsins Dalbúa.
Eygló Harðardóttir, formaður Golfklúbbsins á Flúðum.

Aðalfréttagluggi: Fyrsti og annar kvenformaður Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði -Inga Magg og Guðbjörg Erna.