Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2016 | 14:00

9 atriði sem vert er að vita um Willett

Enski kylfingurinn, Danny Willett, 28 ára, var kylfingurinn sem græddi á hruni Jordan Spieth í gær s.s. margoft hefir komið fram í golffréttum.

Hann vann sinn fyrsta titil í Bandaríkjunum og fyrsta risatitil ferils síns.

Hér eru 9 atriði sem vert er að vita um Willett:

1. Masters risamótið 2016 var 12. risamótið sem Willett tók þátt í. Hann hefir náð niðurskurði 7 sinnum í risamótunum og hefir verið í 30. sæti eða verra í 5 af þessum skiptum sem hann komst í gegn og var tvívegis meðal efstu 15; í bæði skiptin á Opna breska.

2. 80. mót The Masters var 2. mótið sem Willett tók þátt í. Aðeins 7 aðrir kylfignar hafa unnið á The Masters risamótið í 1. eða 2. skiptið sem þeir taka þátt (Willett varð T38 á síðasta ári þegar hann spilaði í mótinu í fyrsta sinn).

3. Willett hefir aldrei sigrað á PGA Tour áður; en The Masters telst hluti af mótaröðinni. Hann hefir 4 sinnum sigrað í mótum á Evrópumótaröðinni og nú í gær bætti hann 5. sigrinum við á Evrópumótaröðinni; en sigur á risamóti telst bæði sigur á PGA Tour og Evrópumótaröðinni.

4. Eiginkona Danny Willett, Nicole, var ófrísk og var sett á sigurdaginn 10. apríl, en átti son þeirra Zachariah James 30. mars. Danny var búinn að gefa út að hann myndi ekki spila í The Masters ef kona hans hefði enn verið vanfær; þannig að það var gott að hún átti barnið fyrr – það gerði þau hjón 225 milljónum ríkari.  Það sem var þó mest um vert og gerir þessa ungu fjölskyldu enn ríkari er að allir voru ánægðir og heilbrigðir eftir fæðingu Zachariah.

5. Aðeins 1 Englendingur hefir áður sigrað á The Masters og það var Nick Faldo.  Hann var að vonum mjög ánægður með að Willett tókst að endurtaka afrek hans 20 árum eftir.

6. Willett fór í beint sjónvarpssamband við eiginkonu sína, Nicole, eftir að Spieth var úr leik eftir að verða af fugli á 17. braut (Nandina) á Augusta National.

7. Willett var í 12. sæti á heimslistanum áður en hann tók þátt í Masters. En eftir Masters er hann kominn í 9. sæti – og er ofar en margir mun þekktari en hann t.a.m. Sergio Gracia, Brandt Snedeker, Zach Johnson, Phil Mickelson, Paul Casey og  Brooks Koepka..

8. Willett hefir tekið þátt í 22 mótum í Bandaríkjunum og hefir 4 sinnum verið meðal efstu 10 og 8 sinnum meðal efstu 25.

9. Jonathan Smart, kaddý Willett var með nr. 89 á hvíta Masters gallanum sínum. Það er sama númer og sonur Jack Jackie var með 1986 þegar hann var kaddý föður síns og Jack vann!