Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2014 | 23:00

Golfbolti á krókódílshaus

Við höfum öll heyrt um skolla, fugla, og arnarhögg á golfvelli. En „krókódílinn“?

Golfreglur segja svo fyrir að leika skuli boltanum þar sem hann liggur, en hvað ef hann lendir ofan á haus krókódíls?

Það gerist auðvitað ekki hér á landi heldur í Flórída, þar sem kylfingar eru meira og minna alltaf að spila golf í námunda við þetta græna skriðdýr.

En golfbolti lenti einmitt á krókódílshaus í Englewood, Sarasota í Flórida.  Hér er um að ræða alveg nýja hindrun á golfvellinum, en króksi með golfboltann á hausnum náðist á myndskeið af hópi kylfinga sem var við golfleik á Myakka Pines golfvellinum í  Englewood.

Reyndar var myndin tekin af David Pucin, sem náði henni á farsíma sinn. „Þetta var bara skrítin óhappatilviljun. Örugglega eitt af því skrítnasta sem ég hef séð á golfvellinum.“

Í staðarreglum golfklúbbsins segir að kylfingur sem slái golfbolta nálægt krókódíl fái lausn og megi droppa boltanum þar sem öruggt er fyrir hann að spila bolta sínum.

Til þess að sjá fréttina um golfboltann á höfði krókódílsins SMELLIÐ HÉR: 

(Það þarf að skrolla niður síðuna til þess að sjá myndskeiðið með frétt ABC 7 um golfboltann á krókódílshausnum)