
Evróputúrinn: Fleetwood og Hoey leiða þegar Dunhill mótið er hálfnað
Tommy Fleetwood átt alveg hreint frábæran hring á Kingsbarns vellinum í dag, skilaði sér í hús á 63 höggum. Tommy var með „hreint” skorkort, þar sem á voru 9 fuglar og 9 pör. Glæsilegt! Hann er því samtals búinn að spila á -12 undir pari, 132 höggum (69 63) og deilir nú 1. sætinu með einum úr forystufjórmenningsklíkunni frá því í gær, Norður-Íranum Michael Hoey, sem fékk 7 fugla og 1 skolla, en átti til góða betri fyrri hring í gær (66 66).
Tommy Fleetwood vann Kazakhstan Open fyrr í mánuðnum og hlaut fyrir það tékk upp á € 64.000,- sem færði hann á topp Challenge Tour listans og tryggði honum kortið á Evrópumótaröðina 2012. En þessi 20 ára strákur getur svo sannarlega tífaldað vinningsupphæðina standi hann uppi sem sigurvegari á St. Andrews á sunnudaginn.
Tommy er fyrrum Walker Cup liðsmaður og meistari á English Amateur.
„Tilfinningin er góð,” sagði hann. „Þetta var nokkuð óvænt, ef ég á að vera heiðarlegur. Bara að vera boðinn og fá reynsluna af því að spila hér er frábært. Ég sló ekkert sérlega vel í gær en setti niður góð pútt á fyrstu 3-4 holunum í dag og þaðan í frá var ekki aftur snúið. Ég læri með hverju skiptinu, sem ég spila núorðið.”
Louis Oosthuizen er 1 höggi á eftir þeim félögum Fleetwood og Hoey á samtals -11 undir pari og einn í 3. sæti.
Í 4. sæti eru 4 kylfingar: Marcus Brier frá Austurríki; Daníel Gaunt frá Ástralíu (sem átti góðan hring upp á 65 í dag); Norður-Írinn Graeme Mc Dowell og Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku, allir á samtals -10 undir pari hver.
Níunda sætinu deila síðan Martin Kaymer, sem á titil að verja frá því í fyrra og einn af forystumönnum gærdagsins Gran Kanarí-eyingurinn Rafael Cabrera Bello, á samtals -9 undir pari, hvor.
Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill mótinu smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster