Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 15:30

81 árs maður með 4 ása á 33 dögum

Að segja Dom DeBonis hafi bara verið heppinn á golfvellinum myndi vera vanmat ársins!

Dom er 81 árs og með 14 í forgjöf.  Á 33 daga tímabili fékk hann 4 ása skv. frétt í Pittsburgh Post-Gazette, þ.á.m. 3 á 3 dögum þegar hann var í golfferðalagi með vinum sínum á Myrtle Beach.

Hér sjáum við afrek Dom í réttri tímaröð:

3. september 2014: Dom fær fyrsta ás sinn í 45 ár á par-3 5. brautinni á the Villages með pitchara af 101 yarda færi (92 metra).

6. október 2014: Dom fær ás á 17. holu Farmstead Golf Club í Calabash, N-Karólínu, með 9-járni, en lengd brautarinnar var 112 yarda (102 metra).

7. október 2014:  Dom fékk ás á 6. holu í Thistle Golf Club á Sunset Beach, N-Karólínu., en Dom notaði 7-járn en brautin var 129 yarda (118 metra).

8. október: Dom fékk 4. ásinn á 4. holu Blackmoor Golf Club í Murrells Inlet, S-Karólínu., en hér notaði Dom 8-járn á 118 yarda (108 metra) langa brautina.

„Ég trúði þessu bara ekki,” sagði Dom DeBonis í viðtali við Post-Gazette. „Strákarnir voru að ganga af göflunum.  Þeir sögðu að við yrðum að kaupa lottó-miða, þannig að við fórum og keyptum okkur lottómiða.

Dom DeBonis hefir ekki unnið í lottó-inu enn, en með svona árangur hvað ása snertir þá er aldrei að vita hvað gerist næst!!!