Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2011 | 19:30

Golf verður keppnisíþrótt á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 2015

Í dag fór fram í Sochi í Rússlandi fundur framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna, en Smáþjóðaleikarnir fara fram á Íslandi 1.-6. júní 2015.

Ísland og hinar smáþjóðirnar sem þátt taka í golfi á Smáþjóðaleikunum 2015. Mynd: golf.is

Samþykkt var á fundinum að keppt verði í golfi og áhaldaleikfimi; auk hefðbundinna greina, en heimild var til að bæta við 2 íþróttagreinum að fengnu samþykki framkvæmdastjórnar, sem fékkst í dag.
Þátttökurétt í Smáþjóðaleikunum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón.
Þessar þjóðir eru : Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, Svartfjallaland og San Marínó.
Heimild: golf.is