Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2015 | 14:00

80 ára kylfingur – Sal Fasino – með MS með 2 ása með stuttu millibili

Sal Fasino er 80 ára og með MS.

Sérstaklega háir vinstra hnéð honum hann, en það stoppar hann ekki frá því að spila 18 holur.

Nú í febrúar s.l. fór Fasino í fyrsta sinn holu í höggi á  108 yarda 13. holunni í Majestic golfklúbbnum í Lehigh Acres.

Annan ásinn fékk hann 6 vikum síðar í mars þegar hann setti niður teighögg sitt á par-3 7. holu klúbbsins sem líka er 108 yarda.

Fasino er múrari og verkefnisstjóri á eftirlaunum og hann djókaði með að ef hann héldi þessu áfram gæti hann náð 101 árs konunni frá Kaliforníu, sem sagðist hafa fengið 11 ása á ferli sínum.

Hér má sjá viðtal við Fasino SMELLIÐ HÉR: