Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2014 | 11:00

8 kylfingar með PING G30 drævera á Greenbrier Classic

Átta kylfingar notuðu nýja PING G30 dræverinn á The Greenbrier Classic, þ.á.m. sigurvegarinn Angel Cabrera, en einnig Bubba Watson, Charles Howell III, David Lingmerth, Daniel Summerhays og Jeff Maggert.

Dræverinn og brautartrén (sem Golf 1 hefir áður fjallað um sjá með því að SMELLA HÉR🙂 eru með 6 „turbulatora“ á kylfukrónunni á Ti 8-1-1 kylfuhöfuðinu, sem hjálpa til við að bæta loftaflsfræðilega virkni kylfunnar verulega með því að fresta skiptingu lolftflæðisins við sveflu.

Skv. fulltrúm PING bætti Cabrerea við 2 mílum/klst í boltahraða og lengdi sig um 1 1/2 – 2 metra með minna spinni og hærra sláttuhorni (ens. launch angle)  í nýja drævernum. Hinn tvöfaldi risamótssigurvegari (Cabrera) bættii líka PING G30 3-tré í pokann sinn og með þeirri kylfu var hann að slá 269 yarda (246 metra) á æfingu.

Bætt drævlengd Cabrera sást greinileg á lokahringnum, þar sem hann var að meðaltali að  dræva 331,6 yarda (303 metra) og sló tvö teighögg á par-4 16. og par-5 17. braut Old White TPC sem mældust 329 yarda (300 metra) og  337 yarda (308 metra), jafnframt sem Cabrera var T-4 af keppendum í teighöggs- nákvæmni (driving accuracy) eða 82%.

Charles Howell III og Bubba Watson voru  nr. 1 og 2 af öllum keppendum hvað snertir drævlengd með nýja G30 drævernum. Howell varð T-52 í mótinu og var að meðaltali að slá 332 yarda (303,5 metra)  og Watson, sem er sem stendur högglengsti kylfingur PGA Tour með drævmeðatal upp á 314.1 yards (287 metra) var með drævmeðaltal í mótinu upp á 322.9 yarda (295 metra) og lauk keppni ánægður með nýja, bleika G30 dræverinn sinn.