
Mac-arnir meðal sigurstranglegustu liða í Heimsbikarnum, sem hefst í dag 24.11.2011
Heimsbikarsmótið hefst í dag, 24. nóvember 2011, á Misson Hills vellinum í Hainan í Kína og stendur til næsta sunnudags 27. nóvember.
Rory McIlroy og Graeme McDowell, sem keppa fyrir Norður-Írland vonast eftir betra gengi en fyrir 2 árum.
Þeir, McIlroy og McDowell, voru í forystu þegar 11 holur voru óspilaðar á síðasta heimsbikarsmóti fyrir 2 árum, áður en ítölsku Molinari bræðurnir báru þá ofurliði.
Hvað sem öðru líður þá hafa þeir báðir McDowell og McIlroy sigrað á Opna bandaríska risamótinu frá því síðast og verða Mac-arnir báðir að teljast meðal sigurstranglegustu liða í ár.
Justin Rose og Ian Poulter keppa fyrir England; Martin Laird og Stephen Gallacher fyrir Skotland og Rhys Davies og Jamie Donaldson fyrir Wales svo fáeinir séu nefndir.
SÍÐUSTU FIMM SIGURVEGARAR HEIMSBIKARSINS
- 2009 E & F Molinari (Italía)
- 2008 R Karlsson & H Stenson (Svíþjóð)
- 2007 C Montgomerie & M Warren (Skotland)
- 2006 B Langer & M Siem (Þýskaland)
- 2005 S Dodd & B Dredge (Wales)
„Ég hugsa að hægt sé að segja að ég hafi almennilegan spilafélaga“ grínaðist McDowell.
„Hann er í góðu formi og hann er nr. 2 á heimslistanum.“
„Það verður að vera hægt að hvetja hvorn annan og veita hvor öðrum innblástur og njóta reynslunnar af því að vera að keppa um vinningssæti og vera undir pressu og vonandi njóta þess að sigra saman.“
„Það er ekkert sem jafnast á við liðsandann í golfi.“
„Þetta er íþrótt einstaklinga og mjög fá skipti sem við fáum tækifæri til að spila sem lið.“
„Að sigra einn er frábært en þegar maður vinnur sem hluti af liði er það bara extra sérstakt.“
„Vonandi getum við notað reynslu síðustu ára til góðs.“
McIlroy trúir því að aðhöggin eigi eftir að verð ákvarðandi þáttur á mótinu: „Ef maður nær ekki boltann inn á flatirnar þá er eftirleikurinn erfiður.“ sagði Rory McIlroy. „Lykillinn að þessum golfvelli eru 2. höggin. Flest lið eiga nokkuð auðvelt með að slá á brautir en þaðan er völlurinn meira krefjandi. Ef maður nær ekki inn á flöt er eftirleikurinn erfiður. Kannski að skorið á þessum velli verði ekki eins lágt og í Shenzhen.“
Í heimsbikarnum, sem haldinn hefir verið 2. hvert ár 1987-2009, keppa 28 lið, sem spila fjórbolta á 1. og 3. degi og fjórmenning á 2. og 4. degi.
Suður-Afríka er líka með lið, þar sem báðir liðsmenn hafa sigrað risamót þ.e. Charl Schwartzel og Louis Oosthuizen, meðan fulltrúar Bandaríkjanna eru Matt Kuchar og Gary Woodland.
Pádraig Harrington og Paul McGinley voru í sigurliði Írlands 1997.
Heimild: BBC Sports
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster