Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 22:00

73 ára kona fékk 2 ása á sama hring með dræver!!!

Fasteignasalinn Margery Hadar, 73 ára, frá New York fékk 2 ása á sama golfhring, s.l. sunnudag 3. janúar 2016, á Granada golfvellinum í Coral Gables, Flórída, sem er öllum Miami kylfingum að góðu kunnur.

Og þetta verður bara enn betra. Hadar byrjaði í golfi fyrir 3 árum.

Hadar náði að setja draumahöggin sín niður með drævernum sínum, þ.á.m eitt af 112 yarda (102 metra) færi.

Auðvitað munu ýmsir öfundsmenn segja að þetta sé ekki að marka þar sem Hadar fékk ásana sína á par-3 velli, en það skyggir sko alls ekki á gleði Hadar. Geri bara aðrir betur! Sumir fá ekki ás allan sinn golfferil.

Talið er að líkurnar á að lágforgjafarkylfingur fái ás seú 67 milljónir á móti 1.  Auðvitað breytast líkurnar ef öllum brautum er breytt í par-3 brautir en þá verður líka að taka tillit til þess að forgjöf Hadar er hærri en 30.

Þannig að Margery Hadar má bara vera sátt og óskar Golf 1 henni a.m.k. innilega til hamingju með bæði draumahöggin!!!

Ekki öllum sem tekst þetta!!!