Sunna: „Viðbrigði að koma úr 25°“
Sunna Víðisdóttir, GR, varð í 2. sæti á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótsins uppi á Skaga nú s.l. helgi. Hún lék hringina 3 á 18 yfir pari 234 höggum (78 75 81). Golf 1 tók stutt viðtal við Sunnu:
Golf 1: Til hamingju með árangurinn upp á Skaga – Eru mikil viðbrigði að vera aftur farin að spila hér á landi miðað við hitann í Norður-Karólínu?
Sunna: Þetta er auðvitað allt annað. Ég var að koma frá Bandaríkjunum úr 25° hita þarna á miðvikudeginum fyrir mótið, þannig að þetta var frekar erfitt.
Golf 1: Já, nú voru aðstæður til leiks erfiðar vegna veðurs. Fannst þér veðrið hafa áhrif á leik þinn?
Sunna: Veðrið hafði mikil áhrif á skorið. Sérstaklega var par-5 7. brautin erfið. Ég tók t.d. dræver 7-tré 7-tré og átti samt 110m eftir að stöng, sem ég tók 21° hálfvita á lokadaginn, en venjulega slæ ég 160 metra með honum. Kylfuvalið varð allt annað.
Golf 1: Hvað var það sem var að ganga upp í leik þínum, sem varð til þess að þú náðir 2. sætinu?
Sunna: Ég var að gera lítið af mistökum. Púttin voru ekkert sérlega góð. Drævin voru fín og ég er ánægðust með chip-in.
Golf 1: Nú varst þú forgjafarlægst í mótinu, með +0,5 í forgjöf – Hvernig fórstu að lækka svona í forgjöf?
Sunna: Ég lækkaði mikið í forgjöf úti. Vellirnir aðeins lengri og maður fær hærri vallarforgjöf, þannig að forgjöfin lækkaði.
Golf 1: Hvernig fannst þér Garðavöllur?
Sunna: Fínn, Hann kom á óvart. Hann er eini völlurinn sem ég hef spilað frá því ég kom heim. Ég tók einn æfingahring seinnipartinn á fimmtudaginn Annars hef ég lítinn samanburð við aðra velli.
Golf 1: Hvernig lítur dagskráin út hjá þér í sumar – ætlar þú að taka þátt í öllum mótunum á Eimskipsmótaröðinni?
Sunna: Er að fara til að keppa í Wales núna í byrjun júní og missi því af næsta móti úti í Eyjum. – Annars er stefnan að taka þátt í flestum mótanna.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
