Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2013 | 21:30

7 venjur góðra kylfinga (7/8)

6. Góðir kylfingar vita hvernig á að róa sig niður þegar pressan er á þeim.

Allra bestu kylfingar búa yfir kraftmikilli tækni til að róa sig til þess að koma í veg fyrir að smá taugatitringur þróist í skelfingu sem hefir neikvæð áhrif á frammistöðu þeirra.

Það eru næstum jafnmargar aðferðir til að róa taugarnar og kylfingar eru margir og hver verður að finna sína tækni.

Mjög algeng aðferð til að róa taugarnar er að þjálfa með sér öndunartækni sem sérstaklega er ætluð kylfingum, hugsa ákveðnar jákvæðar hugsanir eða hverfa í huganum að róandi stað milli þess sem slegið er.

T.a.m. eru til ágætis geisladiskar sem Hörður Þorgilsson, sálfræðingur kom með  á markað 2004, sem heita „Betri líðan – betra golf.“

Hörður Þorgilsson sálfræðingur með Betri líðan - betra golf diskana sína. Mynd: Mbl.

Hörður Þorgilsson sálfræðingur með Betri líðan – betra golf diskana sína. Mynd: Mbl.

Þar er farið í ýmsar æfingar, sem til þess eru fallnar að slétta úfnar fjaðrir stressaðra kylfinga.

Hér í þessari allt of stuttu grein um þetta mikilvæga efni er e.t.v. loks rétt að geta þess að sænski kylfingurinn Jasper Parnevik hefir mjög óvanalega aðferð til að róa hugann en hann reynir að leysa stærðfræðiþrautir milli þess sem hann gengur milli teiga!!!

Það eru ótal aðferðir til að róa sig – finnið ykkar, því það bætir golfleik ykkar til muna!