Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2013 | 16:00

7 venjur góðra kylfinga (5/8)

4. Góðir kylfingar leggja áherslu að sjá hlutina fyrir sér og fá tilfinningu fyrir hlutunum fremur en sveiflutækni.

Augun eru eflaust stærsti kostur kylfingar. Bestu kylfingarnir eru alltaf að velja lítil skotmörk og ímynda sér hvernig höggið muni líta út. Hversu skýrt skotmarkið er valið og höggið er formað mun hafa gríðarlega mikil áhrif hvernig það er framkvæmt. Hvort sem verið er að æfa eða spila golf þá ætti alltaf að reyna að fá tilfinningu fyrir höggunum þ.e. t.a.m. þegar högg er dregið hvernig tilfinningin var.