7 ára strákur fylgir fordæmi 6 ára systur sinnar og fer holu í höggi!
Jim Powell verður að kaupa verðlaunagrip handa syni sínum eftir að honum tókst að fara holu í höggi aðeins 7 ára!
Darren Powell, sonur Jim náði draumahöggi allra kylfinga í Overland Park, í Kansas, 27. september s.l. Búið var að lofa stráksa verðlaunagrip svipuðum þeim sem systir hans, Lynn Powell, 6 ára (þá 5 ára) fékk á executive golfvellinum í Ironhorse golfklúbbnum fyrr á árinu.
Sjá umfjöllun og myndskeið um ás Lynn Powell, 5 ára, með því að SMELLA HÉR:
„Að dóttir mín, 6 ára og síðan strákurinn, 7 ára, skuli bæði nú þegar hafa fengið ása er ótrúlegt,“ sagði Jim Powell, en hann er golfkennari í Prairie Highlands í Olathe.
„Það er systkina samkeppni milli þeirra, en hann var svo sem ekkert að tala um að ætlaði líka að fá ás eftir að hún fékk sinn,“ sagði Jim.
Jim sagði að ás sonar síns hefði náðst af 86 yarda (78,5 metra) færi í Heritage Park. Við höggið góða notaði stráksi 5-blending.
Að slá draumahögg er ekkert nýtt í Powell fjölskyldunni. Fjölskyldufaðirinn og golfkennarinn Jim Powell hefir fengið 8 ása á ferli sínum og afi Darren, hefir náð 6 ásum og amma hans einum.
En ásarnir eru ekki einu golfafrek systkinanna ungu. Lynn Powell hefir sigrað í 7 af 8 síðustu US Kids Tour mótum, sem hún hefir tekið þátt í og Darren hefir sigrað í tveimur af átta. E.t.v. eru þetta nöfn sem þið ættuð að leggja á minnið: Lynn og Darren Powell – kannski við sjáum þau á PGA og LPGA eftir nokkur ár!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

