
LET: Cassandra Kirkland í forystu á Lacoste Open eftir 1. dag
Það er franska stúlkan Cassandra Kirkland, 26 ára, frá Saint Nom la Bretèche, sem hefir tekið forystu á Lacoste Ladies Open de France, eftir frábæran hring upp á 64 högg.
Fast á hæla hennar kemur hin 32 ára Virginie Lagoutte-Clement, frá Montelimar aðeins 1 höggi á eftir löndu sinn. Virginie deilir hins vegar 2. sætinu með hinni finnsku Kaisu Ruuttila, sem hefir verið að gera góða hluti á Evrópumótaröð kvenna að undanförnu, en ekki enn náð toppsætinu.
Í 4. sæti er síðan norska frænka okkar Marianne Skarpenord, sem kom inn á 66 höggum á þessum hlýja eftirmiðdegi á Paris International golfvellinum.
Caroline Hedwall, sem stóð sig svo vel á Solheim Cup deilir 13. sætinu ásamt 10 öðrum, (m.a. golfdrottningunni Lauru Davies og Liebelei Lawrence frá Luxembourg) sem spiluðu á 69 höggum í dag, þ.e. -3 undir pari vallar.
Svo sem áður hefir komið fram hér á Golf 1 er mikill metnaður meðal franskra kylfinga að vinna á heimavelli og engin tivliljun að 2 franskar stúlkur vermi toppsætin, en annars stefnir bara í jafna og skemmtilega keppni um helgina, sem verður spennandi að fylgjast með.
Til þess að sjá stöðuna á Lacoste mótinu eftir 1. dag, smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?