65% aukning erlendra kylfinga milli ára
Mikil aukning hefur verið á heimsóknum erlendra kylfinga til Íslands og segir Magnús Oddsson framkvæmdastjóri Golf Icelandi að nú þegar sé aukningin 65% hjá fjórum klúbbum sem skilað hafa inn tölum þess efnis.
„Það er ljóst að mikil aukning er áfram í spili erlendra kylfinga hér í sumar. Þetta kemur vel í ljós þegar skoðaðar eru tölur frá fjórum klúbbum innan Golf Iceland (tveim á höfuðborgarsvæðinu og tveim á landsbyggðinni) , sem hafa nú skilað okkur nákvæmum tölum og samanburðartölum fyrir júlí.“
Alls hafa þeir selt erlendum kylfingum 1098 hringi miðað við 665 í fyrra. Um er að ræða um 65% aukningu milli ára.
Aðrir sem hafa skilað tölum hafa ekki nákvæmar samanburðartölur við fyrra ár og því ekki hægt að birta þær en umsvifin skipta þessa klúbba máli tekjulega enda kaupa þessir erlendu kylfingar yfirleitt mikla þjónustu. ( Leigusett,bíla,máltíðir, o.fl.)
Þannig að til að leika sér með tölur þá eru aðeins þessir fjórir klúbbar líklega að auka heildarveltu sína um nálægt 10 milljónum vegna erlendra kylfinga.
15 golfklúbbar eru nú meðlimir í Golf Iceland og er lögð mikil áhersla á að kynna þá fyrir erlendum söluaðilum og erlendum kylfingum beint.
Þetta ásamt ýmsum fleiri þáttum hefur skilað sér í auknum umsvifum, eins og tölurnar hér að ofan sýna,sem eru þó aðeins frá fjórum klúbbum innan samtakanna,“ segir Magnús Oddsson.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
