„Gullkistuvíkin“ par-3 5. brautin á Brautarholtsvelli – ein besta par-3 hola á Norðurlöndum skv. „The Finest“ og völlurinn í 40. sæti skv. hinu virta Golf Digest!!!. Brautarholtið er í uppáhaldi hjá Huldu Clöru. Mynd: Golf 1 65% aukning erlendra kylfinga
Það er ljóst að mikil aukning er áfram í spili erlendra kylfinga hér í sumar enda aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem sækir okkur heim, vel hefur viðrað til golfs og unnið er stöðugt að því að kynna golf á Íslandi.
Þetta kemur vel í ljós þegar skoðaðar eru tölur frá klúbbum innan Golf Iceland nú í lok ágúst.
Af þeim 16 golfvöllum,sem eru meðlimir í Golf Iceland eru fjórir,sem hafa haldið mjög nákvæma talningu á milli ára.
Þeir fjórir klúbbar eru einnig ákveðinn þverskurður af meðlimunum:
Einn 9 holu völlur
Þrír 18 holu vellir
Tveir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og tveir á landsbyggðinni
Alls hafa þessir fjórir klúbbar selt erlendum kylfingum 1443 hringi nú í lok ágúst miðað við 875 í fyrra. Um er að ræða 65% aukningu milli ára.
Ljóst er að erlendu gestirnir skipta klúbbana verulegu máli tekjulega enda kaupa þessir erlendu kylfingar yfirleitt mikla þjónustu. ( Leigusett, golfbíla,máltíðir, o.fl.)
Hægt er að leika sér með tölur og gera því skóna að aðeins þessir fjórir klúbbar séu líklega að auka heildarveltu sína a.m.k. um nálægt 15 milljónum vegna erlendra kylfinga.
Svo er eðlilega hægt að leika sér áfram með þessar tölur og velta fyrir sér hver sé velta allra 16 klúbbanna í Golf Iceland vegna erlendra kylfinga og loks hvert er umfangið á öllum 60 völlum landsins.
Framundan er stærsta golfferðasýning heims, IGTM ,sem haldin er nú í nóvember. Þar mun Golf Iceland kynna golfvellina 16 innan samtakanna fyrir erlendum golfferðasölum og fjölmiðlum.
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
