Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2011 | 23:59

Sophie Ann Donald leit dagsins ljós í dag! Luke og Diane Donald eignast aðra dóttur

AP frétt: Kylfingur nr. 1 í  heiminum er nú faðir tveggja (barna).

Eginkona Luke Donald fæddi stúlku að morgni föstudagsins 11. nóvember 2011 í úthverfi Chicago og báðum heilsast vel.  Litla stúlkan hefir þegar fengið nafn Sophie Ann Donald, en hún fæddist kl. 2:11 (8:11 að íslenskum tíma). Luke Donald á aðra dóttur Elle, sem fæddist á síðasta ári.

Hann gat ekki annað en minnst á að árið sem hann varð nr. 1 fæddist önnur dóttir hans 11-11-11.

Luke Donald skrifaði á twitter: “The No 1 has been gd 2 me, no more than 2day,” (ísl.: talan 1 hefir verið mér góð og aldrei meir en í dag).

Luke Donald, sem  hugsanlega verður fyrsti kylfingur sögunnar til þess að vinna peningatitlana bæði á PGA Tour og á Evróputúrnum á sama árinu mun næst spila á  Nedbank Challenge í Suður-Afríku, dagana 1.-4. desember áður en hann lýkur keppnistímabilinu með leik á the Dubai World Championship.