Brandt Snedeker tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni
Heitasti kylfingur heims, Brandt Snedeker tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni í Arizona, vegna meiðsla í rifjum.
Þetta þýðir m.a. að Shane Lowry frá Írlandi, nr. 65 á heimslistanum mun ekki spila við Rory heldur Tiger.
Snedeker hefir í síðustu 3 mótum, sem hann hefir tekið þátt orðið í 2. sæti á eftir Tiger og síðan í 2. sæti á eftir Phil Mickelson og loks á Pebble Beach tókst honum að landa 1. sætinu.
Snedeker var farin að finna fyrir meiðslunum á Humana Challenge í síðasta mánuði og tóku þau sig upp s.l. fimmtudag.
Brandt er sem stendur í fríi á Hawaii með fjölskyldu sinni en hann flýgur heim til Nashville seinna í mánuðnum og mun þá hitta sérfræðing, sem þegar hefir sagt að hann verði að hvíla, þó hann sjái ekki að meiðlin muni hrjá Brandt Snedeker til langs tíma.
Snedeker vonast til þess að geta keppt á WGC-Cadillac Championship í Doral eftir 3 vikur og sagði við fréttamann PGA Tour: „Ég mun svo sannarlega sakna þess að geta ekki keppt á Accenture Match Play Championship.“
Það er Svíinn Fredrik Jacobson, sem tekur sæti Snedeker á heimsmótinu, þar sem 64 efstu menn heimslistans keppa.
Það er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, nr. 67 á heimslistanum, sem bankar á dyrnar og vonar væntanlega eftir að eitthvað gerist þannig að hann fái að keppa á heimsmótinu í holukeppni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
