Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2018 | 18:00

6 valdir í piltalandsliðið

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, hefur valið sex kylfinga í piltalandslið Íslands á sem keppir á Evrópumótinu 2018.

Piltalandsliðið leikur í 2. deild EM dagana 18.-23. september og fer keppnin fram á Pannonia vellinum í Búdapest í Ungverjalandi.

Þrír kylfingar eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur, tveir eru úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og einn úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar

Liðið er þannig skipað:

Ingvar Andri Magnússon (GKG)

Viktor Ingi Einarsson, GR

Sverrir Haraldsson (GM)

Kristófer Karl Karlsson (GM)

Dagbjartur Sigurbrandsson (GR)

Sigurður Bjarki Blumenstein (GR)

Fyrirliði og sjúkraþjálfari: Baldur Gunnbjörnsson
Þjálfari: Jussi Pitkänen

Texti og mynd: GSÍ