Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2015 | 13:00

6 manns hlutu stungusár á Nýársgrímuballi á Ryder Cup golfstaðnum The Belfry

Sex manns hlutu stungusár í tveimur óskyldum málum á The Belfry Gamlársdagskvöld, þar sem Ryder Cup hefir m.a. farið fram 1985, 1989, 1993 og 2002. Gamlársdagskvöld fór fram grímuball fyrir þá sem voru yfir 20 ára að aldri.

1-Nude

Einn maður hefir í kjölfarið verið handtekinn grunaður um stórfellda líkamsárás og einn fyrir minniháttar líkamsárás og sá þriðji fyrir ósæmilega hegðun.

Einn mannanna af þeim 6 sem hlutu stungusár liggur þungt haldinn á gjörgæslu., einn er enn á spítala að ná sér en hinir 4 fengu að fara af bráðadeild eftir aðhlynningu þar.

Lögreglan var kölluð að Bel Air næturklúbbnum sem er í Warwickshire golfstaðnum kl. 00.50  Nýársdag eftir að 21 árs karlmaður hafði verið stunginn í bringuna með hníf.

Lögreglan handtók 26 ára mann grunaðan um stórfellda líkamsárás, en þá brutust frekari ólæti út.

Karlmaður 28 ára liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu; en sá 21 árs gekkst undir skurðaðgerð og er talinn úr lífshættu.

Þremenningarnir sem handteknir voru eru allir frá Birmingham og er enn verið að yfirheyra þá.

Yfirlögregluþjónninn Adrian McGee sagði að rannsóknin væri enn á frumstigi og of snemmt að gefa út smáatriði um hvað hefði gerst, enn væri verið að reyna að fá mynd af því sem raunverulega gerðist.

McGee sagði að þetta hefði verið mjög krefjandi útkall fyrir lögregluna á annasömum tíma og að hann væri ánægður með hvernig sveit hans hefði staðið sig og hugrekkið sem sýnt hefði verið til þess að koma á friði og ró aftur.  Hann sagði jafnframt að verið væri að ljúka yfirheyrslum og kvatti vitni að atburðunum að gefa sig fram við lögreglu.

Þegar farið er á Twitter má sjá athugasemdir ýmissa sem voru á staðnum og er lögregla einnig að rannsaka þær athugasemdir og að reyna að hafa upp á því fólki.

Þannig sagði einn á Twitter: „Þetta var svona meira eins og að vera í Bronx en á The Belfry.“

og enn annar: „Þetta leit ekki út fyrir að vera svo slæmt í byrjun.“

David Edwards, aðalframkvæmdastjóri The Belfry sagði: „Þetta er bara bissness á Belfry eins og venjulega en við áttum að öðru leyti mjög gott Gamlárskvöld á hótelinu.“