Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2021 | 18:00

6 íslenskir karlkylfingar keppa á Opna breska áhugamannamótinu

Sex íslenskir keppendur, Aron Snær Júlíusson, GKG;  Dagbjartur Sigubrandsson, GR; Hákon Örn Magnússon, GR; Hlynur Bergsson, GKG; Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG eru á meðal þátttakenda á Opna breska áhugamannamótinu sem fer nú fram í 126. skipti. Að þessu sinni fer mótið fram á The Nairn – vellinum sem er í Skotland en mótið fer fram dagana 14.-19. júní.

Mótið er eitt það allra stærsta hjá áhugakylfingum í heiminum og aðeins allra bestu áhugakylfingarnir komast inn í mótið. Vegna Covid-19 er keppendahópurinn að mestu skipaður leikmönnum frá Bretlandseyjum

Fyrstu tvo keppnisdagana af alls sex er keppt í höggleik þar sem að 144 keppendur keppa um 64 efstu sætin sem tryggja sæti í holukeppninni sem tekur við af höggleiknum.

Sigurvegarinn fær keppnisrétt á þremur risamótum á atvinnumótaröð karla, Opna mótinu (The Open), Opna bandaríska meistaramótinu (US Open) og venjan hefur verið að sigurvegarinn fái einnig boð um að keppa á Mastersmótinu á Augusta vellinum.

Í holukeppninni eru leiknar 18 holur i hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.

Í mótinu í ár verður sú nýbreytni að þeir keppendur sem komast í undanúrslit fá boð um að taka þátt á móti á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Keppt var í fyrsta sinn á Opna áhugamannamótinu árið 1885 á Hoylake vellinum. Á meðal þekktra sigurvegara má nefna  Bobby Jones, Sergio Garcia og José María Olazábal.

Aðalmyndagluggi: Nairn