6 íslenskir karlkylfingar keppa á Opna breska áhugamannamótinu
Sex íslenskir keppendur, Aron Snær Júlíusson, GKG; Dagbjartur Sigubrandsson, GR; Hákon Örn Magnússon, GR; Hlynur Bergsson, GKG; Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG eru á meðal þátttakenda á Opna breska áhugamannamótinu sem fer nú fram í 126. skipti. Að þessu sinni fer mótið fram á The Nairn – vellinum sem er í Skotland en mótið fer fram dagana 14.-19. júní.
Mótið er eitt það allra stærsta hjá áhugakylfingum í heiminum og aðeins allra bestu áhugakylfingarnir komast inn í mótið. Vegna Covid-19 er keppendahópurinn að mestu skipaður leikmönnum frá Bretlandseyjum
Fyrstu tvo keppnisdagana af alls sex er keppt í höggleik þar sem að 144 keppendur keppa um 64 efstu sætin sem tryggja sæti í holukeppninni sem tekur við af höggleiknum.
Sigurvegarinn fær keppnisrétt á þremur risamótum á atvinnumótaröð karla, Opna mótinu (The Open), Opna bandaríska meistaramótinu (US Open) og venjan hefur verið að sigurvegarinn fái einnig boð um að keppa á Mastersmótinu á Augusta vellinum.
Í holukeppninni eru leiknar 18 holur i hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.
Í mótinu í ár verður sú nýbreytni að þeir keppendur sem komast í undanúrslit fá boð um að taka þátt á móti á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.
Keppt var í fyrsta sinn á Opna áhugamannamótinu árið 1885 á Hoylake vellinum. Á meðal þekktra sigurvegara má nefna Bobby Jones, Sergio Garcia og José María Olazábal.
Aðalmyndagluggi: Nairn
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
