Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2011 | 07:00

Blaðamannafundur með Lorenu Ochoa, Michelle Wie og IK Kim

Í gær hófst í Guadalajara í Mexíkó Lorena Ochoa Invitational.  Sú sem á titil að verja er In Kyung Kim (alltaf kölluð IK Kim) frá Suður-Kóreu, en árið á undan henni sigraði Michelle Wie.  Í tilefni af mótinu komu hin 8 mánaða ófríska Lorena Ochoa, IK Kim og Michelle Wie saman á blaðamannafundi. Á mynd hér fyrir neðan má sjá Michelle Wie finna spörkin í ófæddu barni Lorenu og IK Kim, káta þ.e. skellihlæjandi, en hún situr milli þeirra.   Hér fer lausleg þýðing blaðamannafundarins:

Fundarstjóri: Buenos Dias allir saman. Við bjóðum velkomna gestgjafa mótsins Lorenu Ochoa og tvo af fyrrum sigurvegurum okkar hér, Michelle Wie, sem sigraði árið 2009 og  þá sem á titil að verja í ár IK Kim. Fyrst af öllu takk fyrir að koma hingað, dömur. Lorena til hamingju með óléttuna. Getur þú sagt okkur frá hvað á daga þína hefir drifi frá því við sáum þig síðast á mótinu hér á síðasta ári?

LORENA OCHOA: Fyrst af öllu þakka ykkur fyrir að vera hér Michelle og IK.Það er skemmtilegt en samt á annan hátt að vera hér á mótinu utan golfvallarins. Ég er að reyna að njóta þess. Nú þetta er bara öðruvísi fyrir mig. Ég er líka að undirbúa mig fyrir móðurhlutverkið og ég held að ég sé tilbúin. En maður er aldrei nógu reiðubúin. Ég er mjög spennt. Það er frábært að sjá ykkur öll, andlit ykkar og ég vildi sérstaklega bjóða ykkur velkomin og þakka ykkur fyrir að koma.

Fundarstjóri: Lorena, þetta er í fyrsta sinn sem þú tekur ekki þátt í mótinu. Hvernig er það öðruvísi að vera ekki að tía upp í þessari viku?

LORENA OCHOA: Ég var að segja þeim að þetta er gaman. Þetta er nokkuð sem ég er að reyna að njóta. Vitið þið, þetta er svo sannarlega öðruvísi. Það er líka frábært að  heilsa þátttakendum og vera að starfa utan vallar, í viðtölum og í samvinnu við styrktarsaðila mína einhvern hluta af tímanum Mér líkar það mjög. Ég ætla að skemmta mér hvern mótsdag utan vallar.

Fundarstjóri: Ég ætlaði að spyrja IK um framlag hennar til Lorenu Ochoa styrktarsjóðsins. Ég veit að það hafði mikla þýðingu að hún gaf helming sigurlauna sinna til styrktarsjóðsins og þið stöllurnar hittust í apríl og fóruð í skólann, sem hlaut styrkinn. Hvaða þýðingu hafði það fyrir þig að IK gaf slíka fjárhæð eftir að sigra í mótinu?

LORENA OCHOA: Nú alveg örugglega var það – við tölum öll um það og það kom skemmitlega á óvart sunnudaginn að fá svona fréttir. Af öllu hjarta vildi ég alltaf hafa sagt þakka þér fyrir og hún veit það. Heimsókn hennar var mjög sérstök. Það er öðruvísi að sjá skólann með eigin augum og sjá hversu gaman er hjá þeim (börnunum) og hversu hamingjusöm þau eru. Þau eru hrein, í skólabúningum og upplifa reglulegan skóladag. Nafnið hennar (IK Kim) er í einu kennsluherberginu. Þannig þið vitið henni mun vera þakkað það sem hún á eftir ólifað. Ég met það mikils.

Stjórnandi: I.K., Hvernig er það að vera aftur hér að verja titilinn? Hvaða þýðingu hafði það í 

apríl að sjá börnin og hversu spennt þau voru? 

I.K. KIM: Ég er ánægð að vera hér og sjá Lorenu og skemmta mér með fjölskyldu hennar. Það er virkilega gaman að vera hér að verja titilinn. Ég fór í skólann fyrr á árinu og vitið þið það var vel gert af henni og stofnun hennar að sjá til þess að ég fengi að sjá skólann, en það er nú ekkert miðað við hvað Lorena er að gera með stofnun sinni. Maður verður auðmjúkur af því að fara þarna og sjá börnin svona hamingjusöm. Ég meina, þeir eru með mörg, fjölbreytt verkefni fyrir börnin og ég hugsa vitið þið að það skipti börnin, en líka fjölskyldur þeirra miklu. Þannig að það var fínt að fara þarna. Ég myndi gjarnan vilja fara aftur, einhvern tímann.

Fundarstjóri: I.K., þú ert að koma aftur þar sem þú vannst á síðasta ári. Þú hefir ekki sigrað síðan en þú hefir verið að spila vel. Talaðu aðeins um þetta keppnistímabil og hvernig það hefir verið fyrir þig.


I.K. KIM: Þetta keppnistímabil hefir verið aðeins öðruvísi fyrir mig. Ég byrjaði virkilega vel í upphafi. Svo meiddist ég og varð að taka hlé á spilamenskunni. Að öðru leyti spilaði ég bara vel í sumar. Ég skemmti mér.  Nokkrar s.l. vikur vorum við í Asíu. Ég er enn að venjast tímamismuninum, en þetta hefir verið spennandi.

Yani hefir verið að spila æðislega þetta árið. Þannig að mér myndi langa til þess að sigra þessa vikuna. Ég hef ekki gert það áður að sigra (sama mót) tvö ár í röð. Þannig að það er eitthvað sem ég hlakka til að takast á við. En ég er mjög ánægð að vera hér í þessari viku.

Fundarstjóri: Michelle, þetta er mótið þar sem þú varðs fyrst Rolex First Time Winner árið 2009.  Ég er viss um að það eru sérstakar minningar tengdar því í hvert sinn sem þú kemur hér. Getur þú sagt mér hvaða þýðingu það hefir að koma aftur hingað?
MICHELLE WIE: Auðvitað. Þetta mót er mjög sérstakt í mínum augum. Auðvitað er það að hafa fjölskylduna með mér cool. Ég elska þennan golfvöll. Því miður, veistu, gat ég ekki klárað 4 hringi s.l. ár. Vonandi líður mér vel í ár. Veðrið hefir verið frábært. Völlurinn er æðislegur eins og alltaf. Ég er mjög spennt.

THE MODERATOR: Við töluðum um að allir væru með hlaðnar dagskrár vegna þess hvernig mótin raðast. Fyrir þig, Michelle, þú hefir verið að flækjast milli Bandaríkjanna og Asíu og síðan í Stanford skólan og nú Mexíkó. Hvernig tekst þér að halda öllu í jafnvægi í einu? 
MICHELLE WIE: Það er gaman. Þetta er geggjuð dagskrá. Ég veit ekki hvað ég á af mér að gera. En þetta er gaman. Það er gott að koma aftur í nokkrar vikur. Það er gott að vera aftur hér og spila næstu 2 vikurnar. Ég kláraði heimavinnuna mína og skannaði hana inn í gær. Ég verð að klára nokkrar ritgerðir, sem verður að skila á föstudaginn (þ.e. í dag) og ég er ekki byrjuð á þeim þannig að þetta verður áhugavert. Að öðru leyti er þetta ekki slæmt. Vonandi kemst ég í gegnum þetta nokkra mánuði í viðbót og útskrifast síðan í mars.

Sp.: Það er alltaf hægt að bæta sig sem leikmaður. Finnst þér að golfleikur þinn muni batna þegar þú klárar skólann í mars? 
MICHELLE WIE: Ég veit það ekki – jafnvel þótt ég sé í skóla núna hef ég allan tíma sem ég vil til æfinga. Auðvitað eru þættir sem ég þarf að fara yfir og þá get ég ekki hvílst og síðan þarf ég þar að auki að gera heimavinnuna (fyrir skólann).

Á sama tíma, ég veit ekki, það er mikið svigrúm til þess að bæta sig. Það er margt sem þarf að gera. Hvert ár, hvort sem ég er í skóla eða ekki, vinn ég eins vel og ég get að því að bæta mig. Ég verð að bæta mig mikið. Bara að halda áfram að vinna af hörku að því. Ég hugsa samt að það verði aðeins auðveldara þegar ég er ekki í skóla. Á sama tíma er þetta góð reynsla og að fá gráðuna er mér mjög mikilvægt.

Sp.: Á síðasta ári og það vitum við öllum gafstu hluta af sigurlaunum þínum til stofnunar Lorenu Ochoa. Hefir þú hugsað um að stofna eiginn sjóð eða ætlar þú að sleppa því?  
I.K. KIM: Nú, að sjálfsögðu einhvern daginn myndi mig langa til að stofna minn eiginn sjóð og ég hef skoðað fullt af mismunandi góðgerðarsamtökum. Ég vil hjálpa öðrum, sérstaklega börnum. Ég held að það skipti máli í framtíðinni. Það er það sem mig virkilega langaði til að gera í framtíðinni, en ég er  enn bara að vinna að því að stofna minn eiginn sjóð.

Ég hugsa, veisstu, að það sé ástæðan fyrir því að Lorena skiptir máli. Þetta er mikil vinna. Það er ekki bara nóg að vera með sjóð og láta aðra um stjórn hans. Það verður virkilega að koma frá hjartanu. Ég myndi vilja vera með eiginn sjóð í framtíðinni, bara ekki í augnablikinu.

Heimild: LPGA