Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2011 | 17:00

Golfvellir á Ítalíu: Garda Golf & Country Club

Garda Golf & Country Club á Ítalíu er golfklúbburinn þar sem Matteo Manassero steig sín fyrstu skref í golfíþróttinni (en til þess að fræðast nánar um Matteo fylgist með skemmtilegu viðtali Golf World við hann, sem birtist hér á Golf 1 í íslenskri þýðingu næstu daga).

Sérfræðingar telja Gardagolf einn af bestu golfvöllunum, sem byggðir hafa verið s.l. 15 ár. Golfvöllurinn, sem er 27 holu, liggur á 110 ha landi og var hannaður af bresku golfvallarhönnuðunum Cotton, Penninck, Steel & Partners. Golfklúbburinn var stofnaður af Riccardo Pisa staðbundnum sjálfstæðum atvinnurekanda og Giorgio Simonini, sem árið 1984 vildu stofna golfklúbb á Valtenesi svæðinu, þar sem hægt væri að sameina golf og menningu. Völlurinn liggur milli Manerba klettsins (it.: Rocca di Manerba), Soiano kastalans og Valtenesi hæðanna og býður kylfingum upp á gullfallegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir, en völlurinn sjálfur er augnayndi með kýprusviðartrjám sínum, ólívulundum og þungum eikartrjám.

Lagt var upp með við hönnun vallarins að ná tveimur markmiðum, sem eru mikilvæg sérhverjum kylfing: frábærum flötum og tæknilega krefjandi velli.  Vegna hagstæðs veðurfars er Gardagolf er opið allan ársins hring.

Á Garda-golfvellinum hafa farið fram glæsileg mót t.a.m. Women’s International Open og Italian Open árin 1997 og 2003.

Hér fylgja með helstu upplýsingar um völlinn:

Heimilisfang: Via Angelo Omodeo 2 25080 Soiano del Lago (BS)
Sími:  +39 0365 674707
Fax: +39 0365 674788

Til þess að komast á heimasíðu Garda Golf & Country Club smellið HÉR: