Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 10:00

52% af 200 kylfinga úrtaki á PGA Tour telur að víkja hefði átt Tiger úr Masters 2013

Sports Illustrated stóð fyrir skoðanakönnun þar sem 200 atvinnukylfingum á PGA Tour mótaröðunum 3 (PGA Tour, Champions Tour og Web,com Tour) var veitt nafnleynd og þeir spurðir ýmissa spurninga.

Meðal spurninganna var hvort þeir teldu að víkja hefði átt Tiger Woods úr Masters risamótinu í fyrra 2013 þegar hann tók umdeilt dropp, sen talið var ólöglegt og mjög umdeilt var að láta hann spila áfram.  52% leikmannanna töldu að víkja hefði átt Tiger úr mótinu meðan 48% töldu svo ekki vera.  Hins vegar taldi minnihluti kylfinga á Champions Tour 46% að víkja hefði átt Tiger úr Masters, meirihlutinn 54% taldi að rétt hefði verið að gera eins og gert var, að láta hann ekki víkja.

Meðal annarra spurninga sem spurt var um eru eftirfarandi (svör leikmannanna fylgja):

Breyttu reglubrot Tiger á the Masters risamótinu álíti þínu á honum?

Já 15%

Nei 85%

Svör kylfinginga á Champions Tour:

Já 26%

Nei 74%

Hver er besti kylfingurinn undir 25 ára aldri á PGA Tour?

Rory McIlroy 38%

Jordan Spieth 38%

Harris English 20%

Ég sjálfur 4%

Þekkir þú golfreglurnar betur en kylfusveinninn þinn?

Já 54%

Nei 27%

Bara jafnvel 12%

Veit það ekki 7%

Svör kylfinga á Champions Tour:

Já 78%

Nei 14%

Hversu mikið myndir þú borga til þess að þurfa ekki að spila í Pro-Am mótum á miðvikudögum?

$0  76%

$1-10þúsund 4%

$20-30þúsund 7%

$50þúsund + 13%

Af svörunum sést að meirihluti leikmanna á PGA Tour finnst allt í lagi að spila í Pro-Am mótum þ.e. að áhugamenn fái tækifæri til þess að spila við atvinnumennina.  Meðal kommenta á þetta atriði var myndir þú sjá Nadal spila við áhugamann í tennis?  Þetta er eitt af sérstökum bónusum í golfinu að á að spila við t.d. mann sem er með 18 í forgjöf en þetta stuðlar oft að því að veittir eru himinháir styrkir til golfíþróttarinnar.

Hins vegar sýnir þetta líka að meira en 10% eru tilbúnir að borga 5 milljónir íslenskra króna eða meira til þess að þurfa ekki að taka þátt í þessum mótum.

Mun Phil Mickelson sigra á Opnu bandarísku risamóti?

Já 68%

Nei 32%

Finnst þér að Steve Williams (kylfusveinn Adam Scott) eigi að komast í frægðarhöll kylfinga?

Já 19%

Nei 81%

Meðal þess sem sagt var: Honum finnst hann eflaust eiga heima þar

Finnst þér að Eddie Lowery ætti að komast í frægðarhöll kylfinga?

Já 17%

Nei 83%

(Innskot Golf1.is: Eddie Lowery var ungur kylfusveinn Francis Quimet (í besta golfleik sem nokkru sinni er talinn hafa farið fram og kvikmynd hefir verið gerð um „The Greatest Game ever played“ byggt að bók Mark Frost.  Frost skrifaði einnig aðra bók „the Match“ sem byggð er að sannsögulegu veðmáli, þar sem Lowery var í aðalhlutverki, en hann var þá  orðinn auðugur bílasali, milljónamæringur, bandaríski draumurinn holdi klæddur, sem studdi áhugamannagolf í Bandaríkjunum af mikilli rausn. Hann veðjaði við félaga sinn, milljónamæringinn George Coleman um að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn hans, áhugamennina Ken Venturi og Harvie Ward í fjórleik, þ.e. betri bolta. Lowery skorar á Coleman að koma með hvaða kylfinga í heiminum, sem er kl. 10 morguninn eftir, annars hefði hann unnið veðmálið. Coleman tekur áskoruninni og mætir út á golfvöll með atvinnumennina Ben Hogan og Byron Nelson, sem voru bestu kylfingar í heimi á sínum tíma og höfðu þá áður en “The Match” fór fram, samtals unnið 14 risamót sín á milli. Golf 1 var með mikla kynningu á The Match og má m.a. kynna sér það með því að smella á eftirfarandi: MATCH 1,  MATCH 2MATCH 3MATCH 4MATCH 5,  MATCH 6MATCH 7, MATCH 8MATCH 9, MATCH 10MATCH 11MATCH 12MATCH 13MATCH 14MATCH 15MATCH 16MATCH 17MATCH 18MATCH 19, MATCH 20, MATCH 21, MATCH 22MATCH 23 og MATCH 24. 

Ef settir væru u.þ.b. 40 cm (í þvermál) holur á venjulegan par-72 PGA Tour golfvöll, hvert myndi skor þitt vera?

Minna en 50 högg 4%

54 högg 10%

54-60 högg 41%

61-65 högg 38%

66+ högg 7%

Trúir þú því að það séu samkynhneigðir kylfingar á PGA Tour?

Já 81%

Nei 19%

Meðal þess sem sagt var:  „Ég vil bara ekki trúa því“  „Ég hef marga undir grun“ „Ef það væru einhverjir myndi ég styðja þá“

Tvítarðu?

Já 60%

Nei 40%

Meðal þess sem sagt var: „Ég gerði það en konan mín bannaði mér það“

Myndirðu frekar vilja pútta eins og Brandt Snedeker eða dræva eins langt og Dustin Johnson?

Stroka Snedeker 76%

Lengd Johnson 24%

Mun Sergio Garcia sigra í risamóti?

Já 66%

Nei 34%

Mun Adam Scott vinna annað risamót eftir að löngu pútterarnir verða bannaðir?

Já 77%

Nei 23%

En Keegan Bradley?

Já 44%

Nei 56%

Ætti Vijay Singh að hafa verið vikið af PGA Tour fyrir að nota ólögmæt efni (hreindýrahornssprey)?

Já 64%

Nei 36%

Meðal þess sem sagt var: „Ég veit ekki en hann hefði ekki átt að fara í mál“ „Já, en ekki í langan tíma“ „Nei, því hann gerði þetta ekki af ásetningi“

Hversu marga bíla áttu?

1 30%

2 36%

3 19%

4 12%

5   3%

Hversu margar bækur lastu á síðasta ári?

0  29%

1  12%

2  12%

3    7%

4  12%

5    4%

6+ 16%

Finnst þér stjörnurnar fá sérmeðferð á Augusta National?

Já 64%

Nei 32%

Hver er besti kylfingurinn á Champions Tour?

Bernhard Langer 66%

Fred Couples  18%

Kenny Perry   16%

Þú verður að setja niður 3 metra pútt til að bjarga lífi þínu. Þú  mátt ekki pútta sjálfur en verður að velja einhvern kylfing af PGA Tour. Hvern myndir þú velja?

Bernhard Langer 24%

Corey Pavin  20%

Loren Roberts  18%

Brad Faxon  15%

David Frost  15%

Ben Crenshaw  4%

Pirrar það þig að Davis Love III ætli ekki að spila á Champions Tour nú þegar hann er 50 ára?

Já 20%

Nei 80%

Hefir þú einhvern tímann verið með yips?

Já 64%

Nei 36%

Ef LPGA og PGA eru í sjónvarpinu á sama tíma á hvora mótaröðina myndirðu horfa?

LPGA  30%

PGA  48%

Hvoruga 14%

Báðar 8%