
Williams með kynþáttafordóma í garð Tiger
Steve Williams, fyrrum kylfuberi Tiger Woods er aftur í fréttum vegna meiðandi ummæla um fyrrum vinnuveitanda sinn, sem talin eru fela í sér kynþáttafordóma.
Ummælin voru látin falla í árlegum kvöldverði kylfubera í gærkvöldi á Le Meridien Sheshan hotel, þar sem Williams var að taka við verðlaunum fyrir kaddýstörf.
Skv. upplýsingum dagblaðsins Telegraph var Steve Williams með míkrófón í hendi upp á sviði og spurður af hverju hann hefði fagnað svo gífurlega þegar nýi vinnuveitandi hans Adam Scott sigraði á Bridgeston Invitational heimsmótinu í ágúst s.l.
Svar Williams: „Markmið mitt var að troða beint upp í þetta svarta…“ (ens.: My aim was to shove it right up that black…)
Umsögnin vakti undrun margra og birtist á fjölda tweeta mínútum eftir kvöldverðinn. Steve Williams baðst síðar afsökunnar á vefsíðu sinni.
„Ég biðst afsökunnar á ummælum mínum á Annual Caddy Awards dinner í Shanghai. Kylfingar og kylfuberar hlakka til þessa kvölds allt árið og stemmningin er alltaf full af gríni og skemmtilegheitum. Ég skil nú að ummæli mín gætu hafa verið túlkuð sem kynþáttafordómar. Hvað sem öðru líður þá vil ég fullvissa ykkur um að það var ekki tilgangur minn. Ég bið Tiger innilegrar afsökunar og hvern annan sem ég kynni að hafa móðgað.“
Adam Scott og Rory McIlroy voru meðal áheyrenda skv. blaðinu. Steve Williams á að vera á pokanum hjá Adam Scott í Forsetabikarnum í Melbourne, Ástalíu þar sem Alþjóðaliðið keppir við bandaríska liðið. Tiger, marggagnrýnt val Fred Couples, á að keppa þar líka.
Steve Williams, sem m.a. er þekktur fyrir að hafa hent myndavél ljósmyndara í vatn og kallað Phil Mickelson sv.. á árum sínum með Tiger er virtur og gamall í hettunni, en fjölmiðlar telja að nýjasta uppákoma hans gæti verið vandræðaleg fyrir Adam Scott og gera því í skóna að hann ætti að láta Williams fjúka.
„Ég hef verið kylfuberi í meira en 30 ár núna og þetta er besti sigur lífs míns,“ sagði Williams í ágúst og hann var rétt að byrja.
„Mér finnst ég hafi verið að sólunda síðustu 2 árum mínum,“ sagði Williams í sjónvarpsviðtali í Nýja-Sjálandi „Ég hélt með Tiger og hef verið ótrúlega tryggur.“
Steve Williams sagði að uppsögn sín hefði komið á óvart og hann hefði verið ævareiður.
Tiger var fyrst með Bryon Bell vin sinn á pokanum og skipti síðan yfir í Joe LaCava, sem þá var búinn að eiga stuttan en góðan feril hjá Dustin Johnson.
G-Mac (Graeme McDowell) sem líka var í kvöldverðinum tweetaði að hann hefði skemmt sér á HSBC Caddy of the Year awards. „Þetta hefði verið fyndið kvöld með mikið af húmor, sumum svolítið hvössum!“
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms ——- 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid