5 hljóta styrki úr Forskoti
Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga og fá fimm atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Þórður Rafn Gissurarson (GR) og Axel Bóasson úr (GK). Þetta er í fimmta sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Nú fær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hæsta styrkinn enda í fyrsta sinn sem sjóðurinn er að styrkja kylfing, sem er með keppnisrétt í efstu deild atvinnumennsku í golfi.
Vörður tryggingar bætist við öflugan hóp fyrirtækja sem standa að afrekssjóði kylfinga
Í ár leggur eitt öflugt fyrirtæki til viðbótar lóð á vogarskálarnar. Vörður tryggingar kemur inn í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa stutt vel við bakið á íslenskum afrekskylfingum undanfarin ár. Vörður hefur verið einn aðalsamstarfsaðili Golfsambands Íslands síðastliðin ár, við útgáfu golfreglnanna og Golfreglubókarinnar. Þá hefur félagið staðið að golfregluleik á netinu til að hvetja kylfinga að þjálfa og auka þekkingu sína á reglum golfsins. Það er því mikið gleðiefni að Vörður sé nú líka hluti af Forskoti afrekssjóði.
Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
