Höggið góða, sem færði Bill Haas $11 milljón í verðlaunafé á FedEx Cup umspilinu. Hann fór ekki einu sinni úr skónum!
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2011 | 09:30

5 (7) bestu högg ársins 2011

Nú í lok árs keppast golffréttamiðlar að taka saman golfárið sem er að líða og hver miðillinn á fætur öðrum birtir samantekt yfir bestu golfhögg ársins. Í gær birti Golf1 mat Golf Digest á bestu 16 höggum ársins, hér kemur enn eitt matið af góðum golffréttamiðli í New York (smellið á feitletruðu undirstrikuðu línurnar til þess að sjá myndskeið af höggunum):

Högg nr. 5 – Tiger Woods á 8. braut á Masters 2011

2. högg Tigers á par-5 8. braut  á lokahring Masters á Augusta National golfvellinum var slegið með 3-tré og fór beint inn á flöt, þar sem Tiger setti niður púttið sem sýnt er í myndskeiðinu hér að ofan fyrir erni – þetta er vafalaust ein best spilaða hola ársins.

Phil Mickelson klæðir Masterssigurvegarann 2011 - Charl Schwartzel - í græna jakkann.

Högg nr. 4  Lokahringur Charl Schwartzel á Masters 2011 er af mörgum talinn eitt besta golf sem sést hefir í seinni tíma. Meðal margra gullvægra högga er chippið sem hann setti niður á 1. braut eða einhver af síðustu 4 (á 15., 16., 17. og 18. braut) þar sem hann fékk fugl.  Ekkert myndskeið fylgir – en Charl Schwartzel er svo sannarlega vel að 1. risamótatitli sínum kominn.

Högg nr. 3 Steve Stricker á 18. braut á lokahring John Deere Classic

Högg nr. 2  Rory McIlroy á 10. braut á lokahring US Open

 

Samantekt af bestu höggum Rory á 2. hring US Open

Högg nr. 1 Högg Bill Haas á 17. braut umspilsins á Tour Championship – Höggið sem fékk honum $ 11 milljónir

 

Golffréttaritarinn góði frá New York, gat ekki setið á sér en að benda á 2 önnur myndskeið af frábærum höggum ársins 2011:

A. Högg D.A. Point á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, á 14. braut lokahringsins

B. Högg Jarrod Lyle, á 16. braut á 3. hring Waste Management Open