Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2011 | 20:00

Christie Kerr – A Fathers Story

Í fyrra kom út bók í Bandaríkjunum eftir föður Cristie Kerr, Michael Kerr. Michael Kerr var hermaður í Vietnamstríðinu, en sneri heim 1966 og kynntist þá móður Cristie, Lindu og stuttu síðar fæddist Cristie.

Cristie Kerr byrjaði að læra golf 7 ára gömul. Í 12 ár var pabbi hennar, stoð hennar og stytta, bílstjóri, kennari, kaddý, sálfræðingur, styrktaraðili og fyrst og fremst góður pabbi, sem kenndi henni fyrstu handtökin í golfíþróttinni. Hann fylgdist með henni frá því hún var lítil stelpa í það að verða stórstjarna í golfinu.

Cristie Kerr

Öll þessi 12 ár hélt Michael Kerr dagbók um framfarir dóttur sinnar, sorgir hennar og sigra. Bókin er skemmtileg aflestrar ekki aðeins fyrir þá sem hafa áhuga á golfi almennt eða eru aðdáendur Cristie Kerr, heldur er hún fjársjóður upplýsinga fyrir foreldra sem vilja sjá dóttur sína spila golf meðal þeirra allra bestu í heiminum.

Til þess að sjá kynningarútdrátt úr bókinni á Amazon smellið HÉR: