Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2011 | 13:00

PGA: HSBC Champions mótið hefst á morgun – vill fá sömu stöðu og önnur heimsmeistaramót

Að undanskildu rauðu dreglunum í sandglompunum og á æfingasvæðunum og skiltum, sem eru bæði á ensku og kínversku og hjól sem keppast við BMW-ana um pláss á götunum þá er HSBC Champions mótið eins og hvert annað heimsmeistaramót.

Leitt að PGA Tour lítur ekki svo á málið.

HSBC Champions

HSBC Champions (sem hefst á morgun) var upprunalega mót á Evróputúrnum, sem spilað hefir verið frá árinu 2006 á Sheshan International og hefir verið heimsmeistaramót (ens. WGC) frá árinu 2009.

Það er eina heimsmeistaramótið af 4 í golfinu sem haldið er utan Bandaríkjanna.

Það þótti nokkuð skondið og vakti heilmikla gagnrýni að PGA Tour skyldi auglýsa Disney mótið, sem síðasta mótið á mótaskránni, þegar HSBC eitt heimsmeistaramótanna átti eftir að fara fram.

„Mótið ætti að hljóta sömu stöðu og hin mótin,“ sagði Thomas Björn. „Að vísu fer það fram þegar sumir spila ekki, en það er eðli skepnunnar. Þetta eru heimsklassaþátttakendur á frábærum golfvelli. Það vantar nokkra en ekki of marga. Þetta mót hefir allt sem til þarf. Það er sýning á golfi í þessum heimshluta. Og það er hér sem framtíð golfíþróttarinnar er fjárhagslega.“

Rök PGA Tour fyrir að veita HSBC Champions aðeins að hluta viðurkenningu er eftirfarandi: Vegna þess á hvaða tíma mótið fer fram og m.t.t. hvar í heiminum þá taka margar stjörnur ekki þátt. Á HSBC Champions tekur lægsta hlutfall PGA Tour kylfinga þátt (aðeins 44% samanborið við 70% í hinum mótunum) þ.a.l. er túrinn hikandi við að verðlauna keppendur á þessu móti með sama hætti og á hinum heimsmeistaramótunum.

Þetta virðist sanngjarnt en ef einhver kylfingur hefir betur en 44% PGA kylfinga af hverju ætti ekki að veita honum rétt á að spila á PGA túrnum?  Eins vekur það gagnrýni að verðlaunafé á mótinu telur ekki á peningalista PGA – en sigur á mótinu gerir það hins vegar.

„Mér finnst ekki að þetta geti verið svona,” sagði Nick Watney . „Ef þetta er heimsmeistaramót þá ætti verðlaunafé á því að telja á peningalistanum. Það ætti að vera allt eða ekkert. Ég skil ekki hvernig hægt er að líta á þetta sem opinberan sigur, en ekki sem opinbert verðlaunafé.  Þetta er eins og að segja: „Hverjir haldið þið eiginlega að þið séuð?“ Já, við getum svo sem sett nafnið okkar við þetta mót (þ.e. PGA) en það telur ekkert á mótaröðinni okkar. Ég bara skil þetta ekki.“

Af hverju telur verðlaunafé á mótinu ekki á peningalistanum?

Tja, tökum t.d. dæmið um Bobby Gates – hann er nr. 126 á peningalistanum og það munar bara $ 1.431 að hann komist í 125. sætið. Bara með þátttöku í HSBC fær hann $25.000 og flýgur upp fyrir 125. sætið og aðrir sem ekki taka þátt (t.a.m. vegna fjarlægðar mótsins, sem haldið er í Kína) eru aftur úti í kuldanum.

„Það er skrítið að vera hér á heimsmeistarmóti áður en ég fer aftur í Q-school,“ sagði Gates. „En það er kostur að vera hér. Þetta er heimsmeistaramót og þeir bestu í heiminum er hér. Ég er bara einn af þessum afbrigðilegu.“

Síðan má spyrja er sanngjarnt að Bobby Gates spili á heimsmeistaramóti þegar 70 strákar sem voru á undan honum á peningalistanum fá ekki þátttökurétt?

Væntanlega ekki. En það er hins vegar alltaf mót eins og Bridgestone Invitational á Firestone og Cadillac Championship í Doral, þar sem menn spyrja sig Hver er þetta eiginlega? og Hvernig komst hann meðal keppenda?

Lausnin er auðveld. Á næsta ári fer HSBC Champions mótið fram viku fyrir Disney-mótið. Það er engin ástæða að það ætti ekki að gilda sem opinbert verðlaunafé. Ef peningalistinn er viðkomandi kylfingi svo mikilvægur, þá ætti hann að ferðast til Shanghai. Og ef kylfingar hafa ekki þátttökurétt, þá verða þeir bara að spila betur.

Giles Morgan forsvarsmaður HSBC styrktaraðila sagði „Allt þetta skiptir okkur minna máli. Þetta er sýning fyrir golf í Kína. Þetta er tiltölulega nýr markaður og gríðarlega mikilvægur markaður fyrir HSBC. Á sama tíma þá er þetta heimsmeistaramót og þess vegna viljum við að allir bestu kylfingar heims spili hér.“

Kannski að fleiri tækju þátt ef mótið teldi meira.

Heimild: PGA