Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (21/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Í klassíkeranum frá 1953 „The Caddy“ spilar Jerry Lewis, Harvey, son frægst atvinnukylfings, sem vill að sonurinn verði keppniskylfingur. En Harvey er hræddur við áhorfendur og verður golfkennari.  Besti nemandi hans, sem leikinn er af Dean Martin, verður nógu góður til að komast á túrinn með Harvey sem kylfubera.  Harvey og nemandinn hans lenda í rifrildi í móti svo fyndnu að þeim er ráðlagt að fara í skemmtanabransann; þar sem þeir hitta annað teymi sem nefnist Martin og Lewis. Ben Hogan, Sam Snead og Byron Nelson koma fram sem þeir sjálfir.  Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: