Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (20/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

1-a-Tina Fey vs Tiger Woods At Masters-SNL [VIDEO] 1

Nr. 24

Hin skyndilega og andstyggilega „niðurkúrva“ á einkalífi Tiger var mörgum ódýrt efni í að hafa hinn þáverandi nr. 1 að skotspón, sérstaklega með öllum þeim tvíbenta orðaforða, sem golfið hefir (á enskri tungu). Sú sem hitti á slíkar nótur var Tina Fey í bandaríska sjónvarpsþættinum „Saturday Night Live“, þar sem hún fór í hlutverk fyrrum hjákonu Tiger, Ashlyn St. Cloud.  Við hlið fremur stressaðs Jim Nantz (Jason Sudeikis) og furðu lostnum Nick Faldo (Bill Hadder) þá var St. Cloud frábær í hlutverki sínu! Sjá má brot úr Saturday Night Live með þeim Tinu Fey, Jason Sudeikis og Bill Hadder með því að SMELLA HÉR: