Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2015 | 16:55

44 fyndnustu augnablik golfsins (38/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 7

Eitt af fyndnum augnablikum golfsins er þegar Lee Trevino henti gúmmísnák í Jack Nicklaus þegar þeir voru á 1. teig á Opna bandaríska 1971 að hefja bráðabana.  Trevino var/er grínari af Guðs náð og náði síðan að vinna Nicklaus í bráðabananum.  Grín Trevino verður enn fyndnara þegar hugsað er um þá stífu stemmningu sem prakkarastrik hans átti sér stað í;  stífa starfsmenn bandaríska golfsambandsins sem voru í kringum hann og Nicklaus, hinn erkiíhaldsama, hefðarfyllta Merion golfvöll og bara tímann, sem atvikið átti sér stað á 🙂  Gott að menn hafa haft húmor á öllum tímum!