Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2015 | 18:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (31/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.”

Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð.

Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 mánuðinn, sem Golf 1 birtir þessi fyndnu augnablik golfsögunnar:

Nr. 13

Svo virðist sem leikarinn Bill Murray geti ekki gert neitt rangt í golfi.  Á Pebble Beach National Pro-Am, árið 1993 dregur hann góðlátlega eldri konu úr áhorfendastúkunni, snýr henni í hringi en ekki vill betur til en að bæði lenda ofan í sandglomu og hann ofan á henni.  Sumir hefðu fengið á sig kæru en af því að Bill Murray átti í hlut hlógu allir. Ja, sumir komast upp með meira en aðrir en reyndar var þetta alveg ótrúlega fyndið ….. þið hefðuð bara þurft að vera á staðnum til að verða vitni að þessu,  þetta atriði skrifast hátt á fyndskalanum og fær mörg fynd en missir sig samt svolítð við að skrifa um það 🙂